Erlent

Hjálp -kjúklinganaggarnir eru búnir

Óli Tynes skrifar
BABÚBABÚBABÚ....
BABÚBABÚBABÚ....

Tuttugu og sjö ára gömul kona í Flórída hefur verið ákærð fyrir misnotkun á neyðarlínunni eftir að hún hringdi þrisvar sinnum til þess að kvarta yfir því að kjúklinganaggarnir á McDonalds væru búnir.

Konan hafði pantað og borgað fyrir tíu nagga. Þegar að afgreiðslu kom var henni sagt að naggarnir bæru búnir.

Henni var sagt að sölur væru endanlegar og hún fengi því ekki endurgreitt. Í staðinn var henni boðinn annar og stærri kjúklingaréttur en vildi ekki taka því.

Hún hringdi svo þrisvar í 911 til þess að lýsa yfir neyðarástandi.

Óljóst er hvaða dóm hún fær fyrir að misnota neyðarlínuna. Talsmaður McDonalds segir hinsvegar að hún hefði að sjálfsögðu átt að fá endurgreitt.

Henni hefur því verið sent gjafakort fyrir kjúklingamáltíð.

Það kemur í ljóst hvort sú máltíð verður send í fylkisfangelsið í Flórída.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×