Á Iðnþingi í dag gagnrýndi formaður Samtaka iðnaðarins þá stjórnmálamenn, fjölmiðla og fræðimenn sem með gífuryrðum hefðu dregið upp dekkri mynd af stöðu þjóðarbúsins en ástæða væri til og þannig dregið kjarkinn úr landsmönnum.
Iðnaðarráðherra sagði allar grunnstoðir atvinnulífsins þrátt fyrir allt heilbrigðar; sjávarútveg, ferðaþjónustu og orkuiðnað, - greinar sem bæru uppi útflutningstekjur. Framkvæmdir í Helguvík myndu skapa sjöþúsund ársverk, áform um netþjónabú væru aftur komin á skrið, unnið væri að samingnum við tvö sólarkísilfyrirtæki og það þriðja hugsanlega á leiðinni. Með þessu yrðu til samtals yfir tíu þúsund ársverk.
Íslendingar ættu auk þess tvö leynivopn, yfir tvöhundruð sprotafyrirtæki og olíu.
"Þeir mega hlæja að mér á Alþingi Íslendinga. En Ísland verður olíuþjóð áður en mínir fætur verða kaldir orðnir," sagði Össur.