Innlent

Brottvikning Margrétar kostaði Frjálslynda flokkinn rúma milljón

Margrét Sverrisdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins.
Margrét Sverrisdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins.
Frjálslyndi flokkurinn hefur verið dæmdur til að greiða Margréti Sverrisdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra flokksins, 614 þúsund krónur með dráttarvöxtum vegna ógreiddra launa. Að auki þarf flokkurinn að greiða Margréti 600 þúsund krónur í málskostnað.

Margrét stefndi flokknum í apríl á seinasta ári vegna vangoldinna launa. Deilan snérist um það hvenær henni var sagt upp störfum sem framkvæmdastjóri flokksins og rétt hennar til launa á uppsagnartímanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×