Íslenski boltinn

Rutgers tæpur fyrir Valsleikinn

Elvar Geir Magnússon skrifar
Rutgers í leik gegn Breiðabliki.
Rutgers í leik gegn Breiðabliki.

Hollenski varnarmaðurinn Mark Rutgers fór meiddur af velli í 2-0 sigri KR á Víði í VISA-bikarnum í gær. Rutgers fékk hnykk á hálsinn og var farið með hann á sjúkrahús þar sem kom í ljós að um tognun er að ræða.

Rutgers gæti verið frá í viku af þeim sökum og er óvíst hvort hann geti leikið með gegn Val í Pepsi-deildinni á laugardag. Logi Ólafsson, þjálfari KR, er þó ekki búinn að gefa upp alla von.

„Við höldum í vonina, þetta leit betur út hjá honum í hádeginu en það gerði í gær," sagði Logi í samtali við Vísi. Bjarni Guðjónsson færðist í miðvörðinn þegar Rutgers fór af velli í gær og er líklegur til að leika þar gegn Val ef Rutgers verður ekki leikfær.

Það er allavega ljóst að KR verður án markvarðarins Stefáns Loga Magnússonar í leiknum þar sem hann verður í leikbanni. Atli Jónasson mun því standa milli stanganna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×