Innlent

Guðlaugur sækist ekki eftir formennsku

Guðlaugur Þór Þórðarson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarsson ætlar ekki að gefa kost á sér sem formaður á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem fram fer dagana 26. til 29. mars í Laugardalshöll. Hann hefur um hefur alllangt skeið verið orðaður við formannsframboð.

,,Ég sækist eftir því að leiða lista sjálfstæðismanna hér í Reykjavík en ég er ekki á leið í formannsslag. Þar er prýðismaður kominn fram og mestu máli skiptir að flokkurinn nái fullri samstöðu þegar gengið er til kosninga í vor og kjósendur hafi trú á því sem við stöndum fyrir," segir Guðlaugur á heimasíðu sinni.

Enn sem komið er Bjarni Benediktsson eini þingmaður flokksins sem lýst hefur yfir framboði til formanns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×