Kosið verður aftur um stækkun í Straumsvík 27. október 2009 05:00 Mynd úr safni Nægum fjölda undirskrifta hefur verið safnað í Hafnarfirði til að kjósa verði aftur um deiliskipulagstillögu Alcan. Hún gerir ráð fyrir stækkun álversins í Straumsvík. Fjórðungur bæjarbúa á kjörskrá þarf að krefjast atkvæðagreiðslunnar samkvæmt reglum bæjarins og hefur athugun bæjarstarfsmanna á undirskriftalistanum, sem var fullkláraður í sumar, leitt í ljós að hann fullnægir öllum skilyrðum. Á fundi bæjarráðs síðasta fimmtudag var samþykkt að fela starfsmönnum skipulags- og byggingasviðs „að taka upp viðræður við stjórnendur álversins um stöðu umrædds deiliskipulags og önnur þau atriði sem lúta að útfærslu þess," að því er segir í fundargerð. Lúðvík Geirsson bæjarstjóri segir að boltinn sé nú hjá stjórnendum Rio Tinto Alcan. Deiliskipulagið sé þeirra og nú þurfi að athuga hug þeirra til þess á ný. „Eru þeir í sömu stöðu og fyrir tveimur árum og óska eftir að fara með þessa tillögu fram vegna mögulegrar stækkunar eða hefur eitthvað breyst í þeim efnum?" spyr Lúðvík. Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan, segir hins vegar að reglurnar um atkvæðagreiðslu af þessu tagi séu skýrar: Ef undirskriftir berist frá fjórðungi bæjarbúa á kjörskrá beri að halda atkvæðagreiðsluna. Það sé alls ekki háð vilja Alcan. Aldrei hafi borist neitt formlegt svar frá bæjaryfirvöldum við umsókn Alcan um byggingarleyfi, heldur aðeins verið litið á niðurstöðu fyrri atkvæðagreiðslunnar sem ígildi neitunar. Því megi líta svo á að umsóknin standi enn. „Ef vilji reyndist fyrir því í bænum að leyfa þessa framkvæmd myndum við örugglega skoða sérstaklega hvort það væri möguleiki og þá hvenær," segir Ólafur. „En það verður ekkert skoðað fyrr en fyrir liggur hvort vilji er fyrir því í bænum." Lúðvík segir ómögulegt að segja til um það að svo stöddu hvenær atkvæðagreiðsla gæti farið fram, en reglum samkvæmt þurfi hún að fara fram innan við tveimur mánuðum eftir að bæjarstjórn ákveði að ráðast í hana. Heimildir Fréttablaðsins herma að nú sé litið til þess að atkvæðagreiðslan gæti farið fram samhliða sveitarstjórnarkosningum næsta vor. - sh Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Nægum fjölda undirskrifta hefur verið safnað í Hafnarfirði til að kjósa verði aftur um deiliskipulagstillögu Alcan. Hún gerir ráð fyrir stækkun álversins í Straumsvík. Fjórðungur bæjarbúa á kjörskrá þarf að krefjast atkvæðagreiðslunnar samkvæmt reglum bæjarins og hefur athugun bæjarstarfsmanna á undirskriftalistanum, sem var fullkláraður í sumar, leitt í ljós að hann fullnægir öllum skilyrðum. Á fundi bæjarráðs síðasta fimmtudag var samþykkt að fela starfsmönnum skipulags- og byggingasviðs „að taka upp viðræður við stjórnendur álversins um stöðu umrædds deiliskipulags og önnur þau atriði sem lúta að útfærslu þess," að því er segir í fundargerð. Lúðvík Geirsson bæjarstjóri segir að boltinn sé nú hjá stjórnendum Rio Tinto Alcan. Deiliskipulagið sé þeirra og nú þurfi að athuga hug þeirra til þess á ný. „Eru þeir í sömu stöðu og fyrir tveimur árum og óska eftir að fara með þessa tillögu fram vegna mögulegrar stækkunar eða hefur eitthvað breyst í þeim efnum?" spyr Lúðvík. Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan, segir hins vegar að reglurnar um atkvæðagreiðslu af þessu tagi séu skýrar: Ef undirskriftir berist frá fjórðungi bæjarbúa á kjörskrá beri að halda atkvæðagreiðsluna. Það sé alls ekki háð vilja Alcan. Aldrei hafi borist neitt formlegt svar frá bæjaryfirvöldum við umsókn Alcan um byggingarleyfi, heldur aðeins verið litið á niðurstöðu fyrri atkvæðagreiðslunnar sem ígildi neitunar. Því megi líta svo á að umsóknin standi enn. „Ef vilji reyndist fyrir því í bænum að leyfa þessa framkvæmd myndum við örugglega skoða sérstaklega hvort það væri möguleiki og þá hvenær," segir Ólafur. „En það verður ekkert skoðað fyrr en fyrir liggur hvort vilji er fyrir því í bænum." Lúðvík segir ómögulegt að segja til um það að svo stöddu hvenær atkvæðagreiðsla gæti farið fram, en reglum samkvæmt þurfi hún að fara fram innan við tveimur mánuðum eftir að bæjarstjórn ákveði að ráðast í hana. Heimildir Fréttablaðsins herma að nú sé litið til þess að atkvæðagreiðslan gæti farið fram samhliða sveitarstjórnarkosningum næsta vor. - sh
Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira