Innlent

Innbrot í söluturn í Hafnarfirði

Brotist var inn í söluturn í Hafnarfirði um klukkan hálfþrjú í nótt. Ræningjarnir, sem voru þrír, forðuðu sér af vettvangi í bifreið en lögregla stöðvaði för þeirra skömmu síðar og handtók þá. Ekki er ljóst hvort þeir hafi náð miklum verðmætum í ráninu. Þá var tilkynnt um að bíl hefði verið ekið á grindverk við Álfaskeiðið í Hafnarfirði og valdið töluverðum skemmdum. Þegar lögreglu bar að garði hafði ökumaðurinn forðað sér á tveimur jafnfljótum og verður hans leitað í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×