Innlent

Bankafólk má skoða gögn um fjármál manna

Gylfi Magnússon.
Gylfi Magnússon.

Kveða þarf sérstaklega á um það í lögum ef viðskiptamenn fjármálafyrirtækja eiga að fá rétt til þess að vita hvaða starfsmenn fyrirtækjanna hafi skoðað upplýsingar um fjármál viðskiptamannanna. Þetta segir Persónuvernd í tilefni af fyrirspurn Gylfa Magnússonar viðskiptaráðherra. Í ráðuneyti hans er unnið að breytingum á lögum um fjármálafyrirtæki.

Persónuvernd segist hafa túlkað núverandi lög þannig að fólk eigi ekki rétt á að vita hvaða upplýsingar berist milli einstakra starfsmanna þess banka sem það á í viðskiptum við.- gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×