Innlent

Vantar sjálfboðaliða til þess að safna fyrir Rebekku Maríu

Rebekka María tekur við styrk frá Lionsklúbbi í Hafnarfirði.
Rebekka María tekur við styrk frá Lionsklúbbi í Hafnarfirði.

Pétur Sigurgunnarsson, sem safnar fé fyrir Rebekku Maríu Jóhannesdóttur í Hafnarfirði en hann vantar sjálfboðaliða til þess að aðstoða sig við að selja styrktarmerki í hennar nafni víðsvegar um landið. Eins og flestir vita þá berst Rebekka fyrir því að fá að ættleiða tvo bræður sína 8 og 2 ára eftir að móðir þeirra lést úr heilaæxli í ágúst síðastliðnum. Faðir Rebekku lést í bílslysi í ágúst 2007. Sjálf á Rebekka María von á barni í byrjun nóvember.

Merkjasalan hefur gengið mjög vel í Hafnarfirði og Garðabæ að sögn Péturs.

„Hlýhugur og náungakærleikurinn til Rebekku Maríu og bræðra hennar var mjög sterkur hjá fólki," segir hann en Pétur er að skipuleggja landssöfnun þann 6. og 7. nóvember. Til þess að það verði að veruleika vantar honum sjálfboðaliða á eftirfarandi staði:

Hveragerði, Seltjarnarnes, Kópavog, Seltjarnarnes, Mosfellsbæ, Akranes, Borgarnes, Grindavík, Reykjanesbæ, og í eftirtalin hverfi í Reykjavík, póstnúmer, 101, 103, 104, 105, 107, 108, 109, 110, 111, 113.

„Ég er búinn að panta fleiri merki frá Kína. Merkin eru væntanleg til Íslands um helgina. Við ætlum að selja sama merkið, blátt hús með þremur hringjum. Hringirnir þrír tákna þau systkinin undir sama þaki," segir Pétur sem hefur verið óþreytandi við söfnunina undanfarið.

Hafi einhver áhuga á að leggja málefninu lið þá er hægt að hafa samband við Pétur í gegnum tölvupóstinn hondihond@gmail.com eða í síma 846 3922 (Pétur).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×