Annað efnahagshrun blasir við 27. október 2009 18:36 Annað efnahagshrun gæti blasað við náist ekki að tryggja sátt á milli ríkisstjórnar og atvinnurekenda segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Framtíð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði ræðst á næstu klukkustundum. Lítið hefur þokast í viðræðum stjórnvalda, atvinnurekenda og Alþýðusambandsins í dag. Samskiptin hafa reyndar farið fram að mestu á Netinu þar sem helstu ráðamenn landsins sitja nú þing Norðurlandaráðs í Stokkhólmi í Svíþjóð. Á miðnætti rennur út frestur atvinnurekenda til að segja upp núgildandi kjarasamningum. Stjórn Samtaka atvinnulífsins kemur saman klukkan níu í kvöld til að ákveða næstu skref. „Það er að miða í sumum málum og við skulum vona að það haldi áfram að fara í þessa átt og við getum ákveðið á stjórnarfundi í kvöld að við viljum framlengja samninginn. Eins og staðan er núna er þetta ekki í höfn," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Skrifstofa Alþýðusambandsins verður opinn í kvöld en þar ætla menn að bíða til miðnættis eftir ákvörðun stjórnar Samtaka atvinnulífsins. Verði kjarasamningum sagt upp koma fyrirhugaðar launahækkanir um næstu mánaðamót ekki til framkvæmda. „Og þá verða lausir kjarasamningar á almenna markaðinum og öll okkar aðildarfélag þurf að setja að undirbúa gerð kjarasamninga og fara í viðræður við sína viðsemjendur," segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Atvinnurekendur leggja mikla áherslu á ríkið beiti sér fyrir stóriðjuframkvæmdum en tillögur ríkisstjórnarinnar hingað til þykja ekki ganga nógu langt. „Ef að það er ekki fjárfestingar í þeim mæli sem við erum að vonast til þá er engin glóra að taka þátt í svoleiðis ástandi," segir Vilhjálmur „En það versta sem gæti komið fyrir er það að við förum í áframhaldandi kreppu, töku tvö á næsta ári," segir Vilhjálmur. „Annað hrun." Verði kjarasamningum sagt upp er einnig ljóst að stöðugleikasáttmálinn er úr sögunni. „Ég getum ekki setið að einhverju sáttarborði í ósátt við ríkisstjórnar og atvinnurekendur," segir Gylfi. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Fleiri fréttir Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Annað efnahagshrun gæti blasað við náist ekki að tryggja sátt á milli ríkisstjórnar og atvinnurekenda segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Framtíð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði ræðst á næstu klukkustundum. Lítið hefur þokast í viðræðum stjórnvalda, atvinnurekenda og Alþýðusambandsins í dag. Samskiptin hafa reyndar farið fram að mestu á Netinu þar sem helstu ráðamenn landsins sitja nú þing Norðurlandaráðs í Stokkhólmi í Svíþjóð. Á miðnætti rennur út frestur atvinnurekenda til að segja upp núgildandi kjarasamningum. Stjórn Samtaka atvinnulífsins kemur saman klukkan níu í kvöld til að ákveða næstu skref. „Það er að miða í sumum málum og við skulum vona að það haldi áfram að fara í þessa átt og við getum ákveðið á stjórnarfundi í kvöld að við viljum framlengja samninginn. Eins og staðan er núna er þetta ekki í höfn," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Skrifstofa Alþýðusambandsins verður opinn í kvöld en þar ætla menn að bíða til miðnættis eftir ákvörðun stjórnar Samtaka atvinnulífsins. Verði kjarasamningum sagt upp koma fyrirhugaðar launahækkanir um næstu mánaðamót ekki til framkvæmda. „Og þá verða lausir kjarasamningar á almenna markaðinum og öll okkar aðildarfélag þurf að setja að undirbúa gerð kjarasamninga og fara í viðræður við sína viðsemjendur," segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Atvinnurekendur leggja mikla áherslu á ríkið beiti sér fyrir stóriðjuframkvæmdum en tillögur ríkisstjórnarinnar hingað til þykja ekki ganga nógu langt. „Ef að það er ekki fjárfestingar í þeim mæli sem við erum að vonast til þá er engin glóra að taka þátt í svoleiðis ástandi," segir Vilhjálmur „En það versta sem gæti komið fyrir er það að við förum í áframhaldandi kreppu, töku tvö á næsta ári," segir Vilhjálmur. „Annað hrun." Verði kjarasamningum sagt upp er einnig ljóst að stöðugleikasáttmálinn er úr sögunni. „Ég getum ekki setið að einhverju sáttarborði í ósátt við ríkisstjórnar og atvinnurekendur," segir Gylfi.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Fleiri fréttir Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota á Reykjanesi Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira