Innlent

Styrkja verður sjóvarnir í Vík

Vík í Mýrdal Hafið rýfur stöðugt land í Vík.
Vík í Mýrdal Hafið rýfur stöðugt land í Vík.

„Nú er svo komið að mannvirki eru í beinni hættu á komandi vetri og því algjörlega nauðsynlegt að hefja framkvæmdir strax,“ segir í ályktun ársþings Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga, sem krefst þess að sjóvörn við Vík verði sett í forgang.

Sveitarstjórnin í Mýrdalshreppi segir fjöruborðið við Vík komið langt inn fyrir viðmiðunarmörk Siglingastofnunar frá 1994. „Ef ekkert verður að gert sem allra fyrst munu mannvirki fyrir hundruð milljóna verða í stórhættu,“ segir sveitarstjórnin, sem hefur eftir samgönguráðherra að fjármagn til framkvæmdarinnar sé enn ekki tryggt.- gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×