Erlent

Öryggisráðstafanir vegna G20-ráðstefnu hertar

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Til stendur að auka til muna öryggisráðstafanir vegna ráðstefnu 20 stórra iðnríkja í London sem hefst 2. apríl. Til dæmis hafa öll frí verið afturkölluð innan raða lögreglunnar þá daga sem ráðstefnan mun standa en ýmislegt þykir benda til þess að mótmælendur muni verða áberandi í borginni og aðgerðir þeirra jafnvel ógna öryggi ráðstefnugesta og almennings. Lögregla er við öllu búin og hefur viðbúnaður hennar ekki verið svo viðamikill síðan ráðstefna átta helstu iðnríkja heims fór fram í Bretlandi árið 2005.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×