Enski boltinn

Barton að hressast

Nordic Photos/Getty Images

Chris Hughton, settur knattspyrnustjóri Newcastle, segist reikna með því að miðjumaðurinn Joey Barton muni ná síðustu fimm leikjum tímabilsins.

Vandræðagemsinn Barton hefur aðeins spilað átta leiki á tímabilinu og þar af aðeins tvo frá því um jólin. Hann braut ristarbein í leik gegn fyrrum félögum sínum í Manchester City í janúar og hefur verið á meiðslalistanum síðan.

"Við eigum von á að hafa Joey með okkur í fjórum eða fimm síðustu leikjunum í vor. Þetta hefur verið svekkjandi fyrir hann og okkur, en það verður stór bónus að fá hann til baka," sagði Hughton í samtali við BBC.

Barton er 26 ára gamall og skoraði sitt eina mark í vetur í 2-1 sigri Newcastle á botnliði West Brom í október.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×