Erlent

Umbrotsmaður laminn til bana

Umbrotsmaður á úthverfa­dagblaði í Moskvu, sem verið hefur gagnrýnið á rússnesk stjórnvöld, lést fyrr í vikunni eftir að hafa verið barinn til óbóta nálægt heimili sínu um liðna helgi. Þetta fullyrðir ritstjóri blaðsins þrátt fyrir að lögregla reki dauðsfallið til matareitrunar.

Ritstjórinn segir að ráðist hafi verið á sex starfsmenn dagblaða á sama svæðinu undanfarið. Umbrotsmaðurinn var að klára að brjóta um umfjöllun um meinta hagræðingu við bæjarstjórakjör. Talið er að sextán starfsmenn fjölmiðla hafi verið myrtir í Rússlandi frá árinu 1999.- sh






Fleiri fréttir

Sjá meira


×