Dráttarvextir næsta árs yfir 400 milljónir 2. desember 2009 06:45 Björn Zoëga, starfandi forstjóri LSH, og Hulda Gunnlaugsdóttir, sem er í árs leyfi, héldu starfsmannafund vegna niðurskurðar í apríl. fréttablaðið/stefán Allt útlit er fyrir að Landspítalinn hefji næsta starfsár sitt með neikvæðan höfuðstól sem nemur 2,8 milljörðum króna. Þetta þýðir mikinn fórnarkostnað. Bara dráttarvextir af ógreiddum skuldum gæti numið nokkur hundruð milljónum. Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, útskýrir að um uppsafnaðan halla sé að ræða, aðallega skuldir við birgja. Bara gengistapið hafi verið 2,1 milljarður árið 2008 en milljarður hafi komið inn í reksturinn með fjáraukalögum á móti. „Þegar allt er talið enduðum við svo síðasta ár með 1,620 milljónir í mínus. Við höfum þurft að borga háa dráttarvexti. Eftir launagreiðslur höfum við ekki getað gert upp við birgjana sem selja okkur lyf og aðrar rekstrarvörur. Í ár stefnir í að mínusinn verði tólf hundruð milljónir til viðbótar. Uppsafnaður halli verður því 2,8 milljarðar króna eins og þetta lítur út núna.“ Gengistap Landspítalans er 900 milljónir króna í ár til viðbótar við 2,1 milljarð í fyrra. Því væri rekstur spítalans á pari ef ekki kæmi til fórnarkostnaður veikrar krónu. Björn segir að fjárhagsáætlanagerð verði að skoðast í þessu ljósi. Björn treystir sér ekki til að meta hversu háa upphæð spítalinn þarf að greiða vegna uppsafnaðra skulda á næsta ári. Til þess séu óvissuþættir of margir. Hins vegar greiðir spítalinn um 220 milljónir á þessu ári í dráttarvexti. Fljótt reiknað gæti sú upphæð nálgast 400 milljónir að óbreyttum forsendum. „Það verður há upphæð en þangað til á síðasta ári fékk stofnunin jafnan afslátt af dráttarvöxtum frá birgjum. En staða fyrirtækjanna er með þeim hætti núna að um það er ekki að ræða lengur.“ Vegna þess hversu mikil áhrif gengissveiflur hafa haft á rekstur spítalans ákvað heilbrigðisráðuneytið, að höfðu samráði við fjármálaráðuneytið, að spítalanum bæri ekki að jafna uppsafnaðan halla ársins í ár. Hins vegar metur Björn stöðuna fyrir næsta ár með þeim hætti að hagræðingarkrafan á spítalann hafi hækkað úr sex prósentum samkvæmt fjárlagafrumvarpinu í níu prósent. Þar vísar hann til 1.965 milljóna kröfu fjárlaga ásamt tólf hundruð milljóna halla ársins í ár. Björn telur það raunhæft markmið að ná hagræðingu sem nemur 3,2 milljörðum. „En það er alveg ljóst að það kemur niður á þjónustu, það sjá það allir.“ svavar@frettabladid.is Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sjá meira
Allt útlit er fyrir að Landspítalinn hefji næsta starfsár sitt með neikvæðan höfuðstól sem nemur 2,8 milljörðum króna. Þetta þýðir mikinn fórnarkostnað. Bara dráttarvextir af ógreiddum skuldum gæti numið nokkur hundruð milljónum. Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, útskýrir að um uppsafnaðan halla sé að ræða, aðallega skuldir við birgja. Bara gengistapið hafi verið 2,1 milljarður árið 2008 en milljarður hafi komið inn í reksturinn með fjáraukalögum á móti. „Þegar allt er talið enduðum við svo síðasta ár með 1,620 milljónir í mínus. Við höfum þurft að borga háa dráttarvexti. Eftir launagreiðslur höfum við ekki getað gert upp við birgjana sem selja okkur lyf og aðrar rekstrarvörur. Í ár stefnir í að mínusinn verði tólf hundruð milljónir til viðbótar. Uppsafnaður halli verður því 2,8 milljarðar króna eins og þetta lítur út núna.“ Gengistap Landspítalans er 900 milljónir króna í ár til viðbótar við 2,1 milljarð í fyrra. Því væri rekstur spítalans á pari ef ekki kæmi til fórnarkostnaður veikrar krónu. Björn segir að fjárhagsáætlanagerð verði að skoðast í þessu ljósi. Björn treystir sér ekki til að meta hversu háa upphæð spítalinn þarf að greiða vegna uppsafnaðra skulda á næsta ári. Til þess séu óvissuþættir of margir. Hins vegar greiðir spítalinn um 220 milljónir á þessu ári í dráttarvexti. Fljótt reiknað gæti sú upphæð nálgast 400 milljónir að óbreyttum forsendum. „Það verður há upphæð en þangað til á síðasta ári fékk stofnunin jafnan afslátt af dráttarvöxtum frá birgjum. En staða fyrirtækjanna er með þeim hætti núna að um það er ekki að ræða lengur.“ Vegna þess hversu mikil áhrif gengissveiflur hafa haft á rekstur spítalans ákvað heilbrigðisráðuneytið, að höfðu samráði við fjármálaráðuneytið, að spítalanum bæri ekki að jafna uppsafnaðan halla ársins í ár. Hins vegar metur Björn stöðuna fyrir næsta ár með þeim hætti að hagræðingarkrafan á spítalann hafi hækkað úr sex prósentum samkvæmt fjárlagafrumvarpinu í níu prósent. Þar vísar hann til 1.965 milljóna kröfu fjárlaga ásamt tólf hundruð milljóna halla ársins í ár. Björn telur það raunhæft markmið að ná hagræðingu sem nemur 3,2 milljörðum. „En það er alveg ljóst að það kemur niður á þjónustu, það sjá það allir.“ svavar@frettabladid.is
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sjá meira