Umfjöllun: Hjálmar tryggði Fram sigur Elvar Geir Magnússon skrifar 5. júlí 2009 21:38 Mynd/Vilhelm Hjálmar Þórarinsson skoraði eina markið þegar Fram vann Grindavík 1-0 í sextán liða úrslitum VISA-bikarsins í kvöld. Framlengingu þurfti til að knýja fram úrslit en Hjálmar skoraði strax á fyrstu mínútu hennar. Leikurinn var ekki mjög mikil skemmtun og fótboltinn ekki ýkja fagur. En baráttan var til staðar. Grindvíkingar fengu fyrsta færi leiksins í gær. Scott Ramsey átti fast skot eftir sautján mínútna leik, tók boltann á lofti en skotið fór yfir markið. Paul McShane átti fyrstu alvöru skottilraun Framara en Óskar Pétursson gerði vel með því að verja í horn. Grindvíkingar voru beittari í fyrri hálfleik án þess að mörg færi litu dagsins ljós. Svipuð deyfð var yfir seinni hálfleiknum og þeim fyrri en þó mátti minnstu muna á 66. mínútu þegar myndaðist ótrúleg þvaga. Boltinn gekk milli manna í vítateig Grindvíkinga og hvert skot Framara á fætur öðru reið af. Gestirnir höfðu þó heppnina með sér og ekki fór knötturinn inn. Paul McShane fékk sannkallað dauðafæri sem hann nýtti herfilega. Hann fékk góðan tíma, jafnvel of góðan því skot hans fór yfir. Gilles Ondo átti ágætis skottilraun hinumegin en framhjá sigldi knötturinn. Eysteinn Húni Hauksson fékk besta færi Grindvíkinga í venjulegum leiktíma eftir vel tímasetta sendingu frá Scott Ramsey en Hannes Þór Halldórsson kom út á móti og bjargaði vel. Ekkert var skorað í venjulegum leiktíma og því haldið í framlengingu eins og siður er. Framlengingin var varla hafin þegar Fram hafði tekið forystuna. Bogi Rafn Einarsson gerði sig sekan um slæm mistök og Hjálmar Þórarinsson refsaði fyrir þau með því að skora. Grindavík fékk dauðafæri til að jafna í fyrri hluta framlengingarinnar en þá misnotaði Gills Ondo dauðafæri. Grindvíkingar voru ógnandi í fyrri hluta framlengingar en í seinni hálfleik hennar var greinileg þreyta farin að sjást á leikmönnum og úrslitin 1-0 sigur Fram. Safamýrarpiltar fögnuðu vel þegar mjög góður dómari leiksins, Valgeir Valgeirsson, flautaði leikinn af. Fram - Grindavík 1-0 1-0 Kristján Hauksson (91.) Laugardalsvöllur. Dómari: Valgeir Valgeirsson. Fram: Hannes Þór Halldórsson Paul McShane (108. Hlynur Atli Magnússon) Kristján Hauksson Auðun Helgason Halldór Hermann Jónsson Daði Guðmundsson Heiðar Geir Júlíusson Almarr Ormarsson Ívar Björnsson (90. Ingvar Ólason) Jón Guðni Fjóluson (38. Hjálmar Þórarinsson) Josep Tillen Grindavík:Óskar Pétursson Óli Baldur Bjarnason Ray Anthony Jónsson Scott Ramsey Jóhann Helgason Þórarinn Brynjar Kristjánsson (67. Eysteinn Húni Hauksson) Orri Freyr Hjaltalín Zoran Stamenic Bogi Rafn Einarsson Sylvian Soumare (90. Sveinbjörn Jónasson) Gilles Ondo Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Kristján: Erfitt að spila á móti þessu liði „Þetta hafðist," sagði Kristján Hauksson, varnarmaður Fram, eftir nauman 1-0 sigur liðsins á Grindavík í kvöld. Framlengingu þurfti til að knýja fram úrslit í leiknum. 5. júlí 2009 22:27 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sjá meira
Hjálmar Þórarinsson skoraði eina markið þegar Fram vann Grindavík 1-0 í sextán liða úrslitum VISA-bikarsins í kvöld. Framlengingu þurfti til að knýja fram úrslit en Hjálmar skoraði strax á fyrstu mínútu hennar. Leikurinn var ekki mjög mikil skemmtun og fótboltinn ekki ýkja fagur. En baráttan var til staðar. Grindvíkingar fengu fyrsta færi leiksins í gær. Scott Ramsey átti fast skot eftir sautján mínútna leik, tók boltann á lofti en skotið fór yfir markið. Paul McShane átti fyrstu alvöru skottilraun Framara en Óskar Pétursson gerði vel með því að verja í horn. Grindvíkingar voru beittari í fyrri hálfleik án þess að mörg færi litu dagsins ljós. Svipuð deyfð var yfir seinni hálfleiknum og þeim fyrri en þó mátti minnstu muna á 66. mínútu þegar myndaðist ótrúleg þvaga. Boltinn gekk milli manna í vítateig Grindvíkinga og hvert skot Framara á fætur öðru reið af. Gestirnir höfðu þó heppnina með sér og ekki fór knötturinn inn. Paul McShane fékk sannkallað dauðafæri sem hann nýtti herfilega. Hann fékk góðan tíma, jafnvel of góðan því skot hans fór yfir. Gilles Ondo átti ágætis skottilraun hinumegin en framhjá sigldi knötturinn. Eysteinn Húni Hauksson fékk besta færi Grindvíkinga í venjulegum leiktíma eftir vel tímasetta sendingu frá Scott Ramsey en Hannes Þór Halldórsson kom út á móti og bjargaði vel. Ekkert var skorað í venjulegum leiktíma og því haldið í framlengingu eins og siður er. Framlengingin var varla hafin þegar Fram hafði tekið forystuna. Bogi Rafn Einarsson gerði sig sekan um slæm mistök og Hjálmar Þórarinsson refsaði fyrir þau með því að skora. Grindavík fékk dauðafæri til að jafna í fyrri hluta framlengingarinnar en þá misnotaði Gills Ondo dauðafæri. Grindvíkingar voru ógnandi í fyrri hluta framlengingar en í seinni hálfleik hennar var greinileg þreyta farin að sjást á leikmönnum og úrslitin 1-0 sigur Fram. Safamýrarpiltar fögnuðu vel þegar mjög góður dómari leiksins, Valgeir Valgeirsson, flautaði leikinn af. Fram - Grindavík 1-0 1-0 Kristján Hauksson (91.) Laugardalsvöllur. Dómari: Valgeir Valgeirsson. Fram: Hannes Þór Halldórsson Paul McShane (108. Hlynur Atli Magnússon) Kristján Hauksson Auðun Helgason Halldór Hermann Jónsson Daði Guðmundsson Heiðar Geir Júlíusson Almarr Ormarsson Ívar Björnsson (90. Ingvar Ólason) Jón Guðni Fjóluson (38. Hjálmar Þórarinsson) Josep Tillen Grindavík:Óskar Pétursson Óli Baldur Bjarnason Ray Anthony Jónsson Scott Ramsey Jóhann Helgason Þórarinn Brynjar Kristjánsson (67. Eysteinn Húni Hauksson) Orri Freyr Hjaltalín Zoran Stamenic Bogi Rafn Einarsson Sylvian Soumare (90. Sveinbjörn Jónasson) Gilles Ondo
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Kristján: Erfitt að spila á móti þessu liði „Þetta hafðist," sagði Kristján Hauksson, varnarmaður Fram, eftir nauman 1-0 sigur liðsins á Grindavík í kvöld. Framlengingu þurfti til að knýja fram úrslit í leiknum. 5. júlí 2009 22:27 Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sjá meira
Kristján: Erfitt að spila á móti þessu liði „Þetta hafðist," sagði Kristján Hauksson, varnarmaður Fram, eftir nauman 1-0 sigur liðsins á Grindavík í kvöld. Framlengingu þurfti til að knýja fram úrslit í leiknum. 5. júlí 2009 22:27