Innlent

Ferðalangar snúa aftur - umferðin þyngist

Búist er við mikilli umferð til Reykjavíkur síðdegis og fram á kvöld.

Lögreglan minnir fólk á að forðast hraðakstur og sýna biðlund myndist raðir á ákveðnum umferðarköflum.

Sjálfvirkir umferðateljarar Vegagerðarinnar sýna að umferð er þegar farin að þyngjast bæði á Suðurlandsvegi og Vesturlandsvegi.

Þannig mældi teljari á Sandskeiði nú á þriðja tímanum 19 bíla á mínútu, undir Ingólfsfjalli mældust 17 bílar á mínútu og undir Hafnarfjalli 12 bílar á mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×