Innlent

Friðsælt á hestamóti

Hestamannamót. Athugið að myndin tengist ekki fréttinni beint.
Hestamannamót. Athugið að myndin tengist ekki fréttinni beint.

Fjórðungsmót Hestmanna á Kaldármelum hefur farið vel fram að sögn lögreglunnar á Borgarnesi. Um tvö þúsund hestamenn hafa sótt mótið. Lögreglan stöðvaði einn ökumann grunaðan um ölvunarakstur. Honum var gert að gangast undir blóðrannsókn og verður að líkindum sviptur í kjölfarið.

Erill hefur verið á lögreglunni á Borgarnesi en í gær gripu þeir mann með fíkniefni auk þess sem staðfestur grunur var um að hann æki undir áhrifum þeirra. Þá gistur tveir menn fangageymslur lögreglunnar, þær voru þó tómar í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×