Enski boltinn

Hatur Rooney á Liverpool fjarlægt af heimasíðunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wayne Rooney og Sami Hyypia í leik Man. United og Liverpool.
Wayne Rooney og Sami Hyypia í leik Man. United og Liverpool. Mynd/GettyImages

Ummælum Wayne Rooney á heimasíðu Manchester United var breytt en hann var þar í viðtali fyrir stórleikinn á móti Liverpool á morgun.

Í viðtali við heimasíðuna talaði Rooney um að hann hataði Liverpool en í dag er ekki hægt að finna þau ummæli lengur á síðunni.

Í gær stóð á síðunni. „Ég er mjög spenntur fyrir leiknum því ég ólst upp sem stuðningsmaður Everton og um leið að hata Liverpool. Það hefur ekkert breyst," sagði Rooney í gær en í dag segir hann: „Ég er mjög spenntur fyrir leiknum því ég ólst upp sem stuðningsmaður Everton."

„Við tókum ummæli hans út af síðunni. Við hjá félaginu vitum vel hvað Rooney var að meina með þessu en við vildum ekki að fjölmiðlarnir blésu þetta út," sagði talsmaður Manchester United við Reuters-fréttastofuna.

Wayne Rooney ætti kannski að hafa ágætis ástæðu fyrir að hata Liverpool. Það er ekki nóg með að hann hafi verið stuðningsmaður og leikmaður nágrannanna í Everton þá var hann síðan keyptur til erkifjendanna í Manchester United.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×