Innlent

Vilja hugmyndir stúdenta um niðurskurð

Háskóli Íslands.
Háskóli Íslands.

„Á næsta miðvikudag munum við setja upp kassa í öllum byggingum háskólans þar sem fólk getur komið með hugmyndir að niðurskurði," segir Arnþór Gíslason, formaður fjármálanefndar Stúdentaráðs Háskóla Íslands en fyrir liggur að talsverður niðurskurður muni bitna á Háskólanum. Kassarnir verða settir upp í tilefni þess að á miðvikudaginn verður fjármáladagurinn haldinn hátíðlegur í skólanum.

Arnþór segir að hann og stúdentaráð séu að leita hugmynda frá nemendum um mögulegar leiðir til þess að skera niður hjá háskólanum, og einnig verður spurt hvar megi alls ekki skera niður.

„Við þurfum að heyra í sem flestum," segir Arnþór sem býst við hörðum slag við yfirstjórn Háskólans vegna niðurskurðar.

Það er háskólaráð sem mun fara yfir hugmyndirnar að sögn Arnþórs, þær verða svo lagðar fyrir yfirstjórn skólans sem tillögur nemanda um niðurskurð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×