Erlent

Ætlaði að smygla 250 milljónum til Gaza

Frá Gaza.
Frá Gaza. MYND/AP

Egypska lögreglan stöðvaði nýverið för manns sem talinn er hafa ætlað að smygla tveimur milljónum dollara til Hamassamtakanna á Gazasvæðinu í Palestínu. Upphæðin samsvarar 250 milljónum íslenskra króna.

Maðurinn, Hassan Mohamed Hassouna, var stöðvaður í Kaíró ásamt bílstjóra og átta ára syni sínum.

Egyptar eru ákafir í að sýna fram að þeir geri allt hvað þeir geti til að koma í veg fyrir peningar og vörur berist til Hamassamtakanna. Reglulega stöðva tolla- og lögregluyfirvöld háttsetta Hamasliða á leið með miklar fúlgur á leið til Gaza.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×