Erlent

Öryggisráðið fordæmir eldflaugaskot N-Kóreumanna

Húsnæði Sameinuðu þjóðanna í New York í Bandaríkjunum.
Húsnæði Sameinuðu þjóðanna í New York í Bandaríkjunum. Mynd/GVA
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fordæmir eldflaugaskot sem Norður-Kóreumenn greindu frá 5. apríl. Þá sögðu Norður-Kóreumanna hafa tekist að koma gervihnetti á sporbaug um jörðu. Flest nágrannaríki Norður-Kóreu og Vesturveldin segja að þetta hafi verið tilraun með langdræga eldflaug sem geti borið kjarnorkuvopn alla leið til Alaska.

Áður hafði öryggisráðið krafist þess að Norður-Kórea gerði ekki tilraunir með langdrægar skotflaugar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×