Innlent

Endurbyggja brunn

Stígur er lagður að gamla brunninum og varnargrind komið þar fyrir.
Mynd/Barbara Guðnadóttir
Stígur er lagður að gamla brunninum og varnargrind komið þar fyrir. Mynd/Barbara Guðnadóttir
Verið er að leggja lokahönd á að gera gamla vatnsbólið á tóftasvæðinu suður af Egilsbraut í Þorlákshöfn sýnilegt. Að því er Barbara Guðnadóttir segir á vef sveitarfélagsins Ölfuss er brunnurinn hlaðinn og heill niður á um þriggja metra dýpi. Sjávarfalla gætir í brunninum.

„Litlar heimildir eru til um þennan brunn, en líklega hefur hann þjónað sjóbúðinni Hraunsbúð, sem sér vel móta fyrir beint á móti brunninum, hinum megin við Nesbrautina," segir Barbara sem kveður uppbyggingu brunnsins hluta af stærra verkefni sem miði að því að vekja athygli á sögu Þorlákshafnar sem fornrar verstöðvar.- gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×