Íslenski boltinn

Paul McShane hættur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Paul McShane í leik með Fram gegn Val á síðasta tímabili.
Paul McShane í leik með Fram gegn Val á síðasta tímabili. Mynd/Anton

Paul McShane verður ekki með liði Fram í úrvalsdeild karla í sumar þar sem hann hefur ákveðið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna.

Fram kemur á heimasíðu Fram að McShane hafi fundið sér framtíðarstarf í Skotlandi og muni því ekki koma aftur til Íslands í vor.

McShane lék lengst af með Grindavík og á hann 140 leiki í efstu deild að baki með félaginu, auk 21 með Fram. Alls hefur hann skorað í þessum leikjum 22 mörk.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×