Hröktu ráðherra úr púlti Óli Kristján Ármannsson skrifar 17. október 2009 06:00 hróp gerð að ráðherra Mótmælendur sóttu ráðstefnu sem boðað hafði verið til í gær af tilefni 50 ára afmælis mannréttindadómstóls Evrópu og komu í veg fyrir að Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra gæti flutt þar ræðu. Fréttablaðið/GVA Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra varð frá að hverfa eftir að hróp voru gerð að henni á ráðstefnu í Háskóla Íslands í gær. Mótmælin eru talin tengjast öðrum sem boðuð höfðu verið vegna brottvísunar fjögurra útlendinga til Grikklands í vikunni. Mótmælt var við heimili dómsmálaráðherra á miðvikudagskvöldið. Þá sóttu að sögn lögreglu um tuttugu manns mótmæli á Lækjartorgi í gær. Mótmælendurnir halda því fram að aðbúnaður hælisleitenda í Grikklandi sé óviðunandi og óforsvaranlegt að senda hælisleitendur hér þangað. Anna Pála Sverrisdóttir, þingmaður Samfylkingar, spurði dómsmálaráðherra út í málið á Alþingi á fimmtudag. Þar áréttaði Ragna að brottvísun hælisleitenda væri byggð á lögum og almennum mælikvörðum. Ekki væri um geðþóttaákvörðun ráðherra að ræða. „Hvort sem mönnum líkar betur eða verr er lagaumhverfið þannig að við erum aðilar að Dyflinnar-samstarfinu sem byggist á því að þegar eitt Dyflinnar-ríki endursendir fólk til annars ríkis er það vegna þess að hælismeðferð fer þá fram í því ríki sem það er sent til,“ sagði Ragna og benti á að Norðurlöndin endursendu öll hælisleitendur til Grikklands. Þá sagði Ragna mál allra flóttamanna vera skoðað gaumgæfilega og benti á að flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna hefði komist að þeirri niðurstöðu að aðstæður í Grikklandi hefðu breyst svo til hins betra að óhætt væri fyrir flóttamenn að snúa aftur þangað. Hún vísaði einnig til skýrslu sem ráðuneytið birti í sumar vegna ákvörðunarinnar um að endursenda fólk til Grikklands. Í skýrslunni kemur fram að skoða eigi hvert tilvik fyrir sig og kanna aðstæður „og meta með hliðsjón af fyrirliggjandi upplýsingum um aðstæður hælisleitenda í Grikklandi hvort þess megi vænta að viðkomandi muni njóta réttinda sinna sem hælisleitandi þar í landi“. Rósa Dögg Flosadóttir, settur forstjóri Útlendingastofnunar, staðfestir að Dyflinnar-reglugerðinni sé ekki fylgt fortakslaust heldur séu mál könnuð í samræmi við það vinnulag sem lagt er upp með í skýrslu dómsmálaráðuneytisins. Dæmi séu um að ákveðið hafi verið að senda fólk ekki þangað vegna þess að það hafi fallið undir skilgreiningar skýrslunnar. Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra varð frá að hverfa eftir að hróp voru gerð að henni á ráðstefnu í Háskóla Íslands í gær. Mótmælin eru talin tengjast öðrum sem boðuð höfðu verið vegna brottvísunar fjögurra útlendinga til Grikklands í vikunni. Mótmælt var við heimili dómsmálaráðherra á miðvikudagskvöldið. Þá sóttu að sögn lögreglu um tuttugu manns mótmæli á Lækjartorgi í gær. Mótmælendurnir halda því fram að aðbúnaður hælisleitenda í Grikklandi sé óviðunandi og óforsvaranlegt að senda hælisleitendur hér þangað. Anna Pála Sverrisdóttir, þingmaður Samfylkingar, spurði dómsmálaráðherra út í málið á Alþingi á fimmtudag. Þar áréttaði Ragna að brottvísun hælisleitenda væri byggð á lögum og almennum mælikvörðum. Ekki væri um geðþóttaákvörðun ráðherra að ræða. „Hvort sem mönnum líkar betur eða verr er lagaumhverfið þannig að við erum aðilar að Dyflinnar-samstarfinu sem byggist á því að þegar eitt Dyflinnar-ríki endursendir fólk til annars ríkis er það vegna þess að hælismeðferð fer þá fram í því ríki sem það er sent til,“ sagði Ragna og benti á að Norðurlöndin endursendu öll hælisleitendur til Grikklands. Þá sagði Ragna mál allra flóttamanna vera skoðað gaumgæfilega og benti á að flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna hefði komist að þeirri niðurstöðu að aðstæður í Grikklandi hefðu breyst svo til hins betra að óhætt væri fyrir flóttamenn að snúa aftur þangað. Hún vísaði einnig til skýrslu sem ráðuneytið birti í sumar vegna ákvörðunarinnar um að endursenda fólk til Grikklands. Í skýrslunni kemur fram að skoða eigi hvert tilvik fyrir sig og kanna aðstæður „og meta með hliðsjón af fyrirliggjandi upplýsingum um aðstæður hælisleitenda í Grikklandi hvort þess megi vænta að viðkomandi muni njóta réttinda sinna sem hælisleitandi þar í landi“. Rósa Dögg Flosadóttir, settur forstjóri Útlendingastofnunar, staðfestir að Dyflinnar-reglugerðinni sé ekki fylgt fortakslaust heldur séu mál könnuð í samræmi við það vinnulag sem lagt er upp með í skýrslu dómsmálaráðuneytisins. Dæmi séu um að ákveðið hafi verið að senda fólk ekki þangað vegna þess að það hafi fallið undir skilgreiningar skýrslunnar.
Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira