Íslenski boltinn

Michael Jackson í velsku úrvalsdeildina

Jackson lék með Þrótti í tvö sumur
Jackson lék með Þrótti í tvö sumur

Varnarmaðurinn Michael Jackson sem lék með Þrótti síðasta sumar hefur gert samning við lið Caernarfon Town í velsku úrvalsdeildinni.

Í haust tilkynntu Þróttarar að félagið myndi ekki gera áframhaldandi samninga við Jackson og Jesper Sneholm, en Dennis Danry samdi hinsvegar upp á nýtt og verður væntanlega með liðinu næsta sumar.

Jackson spilaði tvö tímabil með Þrótti, það fyrra í 1. deildinni, en hann spilaði 21 leik og skoraði tvö mörk fyrir liðið síðasta sumar.

Caernarfon Town er í neðsta sæti velsku úrvalsdeildarinnar með aðeins fimm stig úr 17 leikjum og fátt annað en fall virðist blasa við liðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×