Innlent

Nokkur hundruð mótmæltu ofbeldi

Nokkur hundruð manns komu saman á Lækjartorgi í dag og mótmæltu ofbeldi og eignarspjöllum. Hugsunin á bak við fundinn var að skapa tækifæri fyrir fólk, sama hvaða stjórnmálaskoðanir þeir hafi til að mótmæla þeim ofbeldisaðferðum sem afmarkaður hópur hefur beitt að undanförnu.

Sr. Guðni Már Harðarson, prestur í Lindakirkju, fjallaði um friðarboðskap Martin Lúther King í ávarpi sínum.

Ásgerður Inga Stefánsdóttir, aðstandandi lögreglumanns, benti á að lögreglumenn eigi fjölskyldur og sínar skuldir líkt og aðrir þjóðfélagsþegnar. Hún sagði börn lögreglumanna eigi ekki að þurfa að hafa áhyggjur af foreldrum sínum.

Arnór Bjarki Svarfdal, skáti, sagðist hafa tekið þátt í mótmælum á Austurvelli og lýsti samskiptum sínum við nokkra mótmælendur.

Þá sagði Hafsteinn Gunnar Hauksson, menntaskólanemi, að línan í mótmælum undanfarinn vikna og mánuða væri að færast. Hafsteinn sagði þróunina eiga sér stað í hænuskrefum og af þeim sökum tækju ekki margir eftir breytingunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×