Héraðsdómur: Fá bætur vegna harkalegrar handtöku 5. mars 2009 17:04 Þremur ungum mönnum voru í dag dæmdar bætur í Héraðsdómi Reykjavíku þegar lögregla braut gegn meðalhófsreglu þegar gerð var á þeim líkamsleit í kjölfar handtöku. Lögreglan var vopnuð og beitti við handtökuna óþarflega særandi aðgerðum og á niðurlægjandi hátt að mati dómara. Mennirnir fá í bætur 200 þúsund krónur hver að viðbættum vöxtum. Gjafsóknarkostnaður sækjanda, 600 þúsund krónur, greiðist úr ríkissjóði. Málavextir eru þeir að í júlí 2007 voru mennirnir í bíl á ferð um Kópavog þegar þeir eru stöðvaðir af lögreglumönnum og beindu þeir byssum að þeim og skipaði þeim að stíga út úr bílnum. Þeim var gert að leggjast í götuna og þeir handjárnaðir. Löregla hafði fengið tilkynningu um að mögulega hafi verið hleypt af haglabyssu í húsi við Hafnarbraut. Mennirnir voru allir fluttir í handjárnum á lögreglustöðina við Hverfisgötu þar sem mennirnir segjast hafa verið gert að berhátta sig og að síðan hafi verið gerð á þeim líkamsleit. Skýrsla lögreglu í málinu getur ekki um að framkvæmd hafi verið á þeim leit. Í dóminum segir að telja verði að aðgerðir lögreglu sem beindust gegn stefnendum hafi verið óþarflega harkalegar eins og á stóð og ekki séð að tilefni væri til þess harðræðis sem þeir voru beittir. Því verði að fallast á að ekki hafi verið gætt meðalhófs við handtökuna. „Þá verður og að fallast á það með stefnendum að líkamsleit á stefnendum, eins og hún var framkvæmd, hafi verið alls óþörf." Þá segir einnig að eins og atvikum hafi verið háttað verði með engu móti séð að nauðsynlegt hafi verið að berhátta stefnendur til að leita á líkama þeirra og í fötum að meintu skotvopni. Þá bendir dómari á að legið hafi fyrir samkvæmt gögnum málsins að tilkynnt hafði verið á lögreglustöðina, áður en komið var með stefnendur þangað, að málið væri afgreitt og því ekki tilefni til líkamsleitar á mönnunum. „Rannsóknaraðgerðir af því tagi sem stefnendur voru látnir sæta að óþörfu voru til þess fallnar að valda þeim miska, sem þeim ber, samkvæmt framansögðu, að fá bætur fyrir," segir einnig og því bætt við að hæfilegar bætur séu 200 þúsund krónur auk dráttarvaxta. Tengdar fréttir Lögregla kærð fyrir að beita harðræði við handtöku Lögð hefur verið fram kæra á hendur lögreglunni fyrir að beita þrjá unga menn óeðlilega miklu harðræði. Drengirnir voru handteknir að tilefnislausu af vopnuðum sérsveitarmönnum sem beindu að þeim skotvopnum. 12. september 2007 14:00 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Þremur ungum mönnum voru í dag dæmdar bætur í Héraðsdómi Reykjavíku þegar lögregla braut gegn meðalhófsreglu þegar gerð var á þeim líkamsleit í kjölfar handtöku. Lögreglan var vopnuð og beitti við handtökuna óþarflega særandi aðgerðum og á niðurlægjandi hátt að mati dómara. Mennirnir fá í bætur 200 þúsund krónur hver að viðbættum vöxtum. Gjafsóknarkostnaður sækjanda, 600 þúsund krónur, greiðist úr ríkissjóði. Málavextir eru þeir að í júlí 2007 voru mennirnir í bíl á ferð um Kópavog þegar þeir eru stöðvaðir af lögreglumönnum og beindu þeir byssum að þeim og skipaði þeim að stíga út úr bílnum. Þeim var gert að leggjast í götuna og þeir handjárnaðir. Löregla hafði fengið tilkynningu um að mögulega hafi verið hleypt af haglabyssu í húsi við Hafnarbraut. Mennirnir voru allir fluttir í handjárnum á lögreglustöðina við Hverfisgötu þar sem mennirnir segjast hafa verið gert að berhátta sig og að síðan hafi verið gerð á þeim líkamsleit. Skýrsla lögreglu í málinu getur ekki um að framkvæmd hafi verið á þeim leit. Í dóminum segir að telja verði að aðgerðir lögreglu sem beindust gegn stefnendum hafi verið óþarflega harkalegar eins og á stóð og ekki séð að tilefni væri til þess harðræðis sem þeir voru beittir. Því verði að fallast á að ekki hafi verið gætt meðalhófs við handtökuna. „Þá verður og að fallast á það með stefnendum að líkamsleit á stefnendum, eins og hún var framkvæmd, hafi verið alls óþörf." Þá segir einnig að eins og atvikum hafi verið háttað verði með engu móti séð að nauðsynlegt hafi verið að berhátta stefnendur til að leita á líkama þeirra og í fötum að meintu skotvopni. Þá bendir dómari á að legið hafi fyrir samkvæmt gögnum málsins að tilkynnt hafði verið á lögreglustöðina, áður en komið var með stefnendur þangað, að málið væri afgreitt og því ekki tilefni til líkamsleitar á mönnunum. „Rannsóknaraðgerðir af því tagi sem stefnendur voru látnir sæta að óþörfu voru til þess fallnar að valda þeim miska, sem þeim ber, samkvæmt framansögðu, að fá bætur fyrir," segir einnig og því bætt við að hæfilegar bætur séu 200 þúsund krónur auk dráttarvaxta.
Tengdar fréttir Lögregla kærð fyrir að beita harðræði við handtöku Lögð hefur verið fram kæra á hendur lögreglunni fyrir að beita þrjá unga menn óeðlilega miklu harðræði. Drengirnir voru handteknir að tilefnislausu af vopnuðum sérsveitarmönnum sem beindu að þeim skotvopnum. 12. september 2007 14:00 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Lögregla kærð fyrir að beita harðræði við handtöku Lögð hefur verið fram kæra á hendur lögreglunni fyrir að beita þrjá unga menn óeðlilega miklu harðræði. Drengirnir voru handteknir að tilefnislausu af vopnuðum sérsveitarmönnum sem beindu að þeim skotvopnum. 12. september 2007 14:00