Innlent

Kemur ekki til greina að hverfa frá fyrirvörunum

Bjarni Benediktsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Bjarni Benediktsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.

Þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins sem haldinn var í kvöld vegna viðbragða Hollendinga og Breta við Icesavefyrirvörunum svokölluðu er lokið. Á fundinum var samþykkt eftirfarandi ályktun:

„Höfnun Breta og Hollendinga á þeim fyrirvörum sem Alþingi samþykkti í lok ágúst við Icesavesamningana, felur í sér að ríkisábyrgð vegna skuldbindinganna tekur ekki gildi.

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins telur að ekki komi til greina að hverfa frá þeim fyrirvörum sem Alþingi samþykkti vegna ríkisábyrgðarinnar.

Ríkisstjórn Íslands hefur ekki heimild til að víkja frá þeim skýru fyrirvörum sem gildandi lög kveða á um."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×