Innlent

116 flugmenn með uppsagnarbréf eða í uppsögn

Mynd úr safni
Mynd úr safni
Icelandair ehf. sagði upp 69 flugmönnum fyrir veturinn og tók hluti þeirra uppsagna gildi 1. september síðastliðinn og átti rest að taka gildi 1.október næstkomandi. Nú nýverið er þó búið að draga til baka 10 uppsagnir af þessum 69. Þetta kemur fram í fréttabréfi FÍA.

314 flugmenn eru á flugmannalista félagsins en í sumar voru 57 þeirra sem ekki komust í flugmansstöðu sökum verkenfaskorts hjá félaginu þannig að nú má segja að í heildina séu 116 flugmenn með uppsagnarbréf eða í uppsögn segir í fréttabréfinu.

Þá segir að vonir standi til að þetta ástand lagist nú á haustmánuðum þar sem mörg verkefni eru í farvatninu, en ekkert þeirra er þó orðið að veruleika.

FÍA spyr því hvort það sé virkilega svo, í rekstri flugfélags, að á meðan á samningaviðræðum um verkefni stendur að ekki sé hægt að taka áhættuna og halda hópi fólks í vinnu upp á von og óvon í þeim tilgangi að fyrirtækinu beri að taka áhættu frekar en að varpa henni yfir á launþegann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×