Innlent

Strembin varnarbarátta framundan hjá öryrkjum

Höskuldur Kári Schram skrifar
Nýkjörinn formaður Öryrkjabandalags Íslands segir að framundan sé erfið og strembin varnarbarátta fyrir velferðarkerfinu. Hann segir að félagsmenn sínir séu áhyggjufullir yfir þeim mikla niðurskurði sem hefur verið boðaður.

Tveir buðu sig fram til formanns á aðalfundi Öryrkjabandalags Íslands í dag. Annars vegar Guðmundur Magnússon og hins vegar Sigursteinn Másson. Guðmundur sigraði með 43 atkvæðum gegn 30.

Skera þarf niður um 750 milljónir króna í almanntryggingakerfinu á næsta ári. Guðmundur segir að það séu risastór verkefni framundan. „Fyrst og fremst varnarbarátta. og hún verður mjög erfið og strembin en maður þarf líka að geta horft til framtíðar með nýjungar og gera ráð fyrir að stokka upp málin sjá raða upp á nýtt, forgangraða upp á nýtt. ég ætla bara að vona að okkur beri gæfa til að vinna það og að stjórnvöldum beri gæfa til að vinna það með okkur," segir Guðmundur.

Guðmundur óttast að aðkoma Alþjóðagjaldeyrissjóðsins muni veikja velferðarkerfið á Íslandi. „Það hefur sýnt sig að þar sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn kemur að í svona krísum þá hefur það alltaf gerst. verulega og umfram þar sem að hann hefur ekki komið að krísunum," segir Guðmundur. Hann segir að margir öryrkjar séu nú áhyggjufullir yfir þeim mikla niðurskurði sem hefur verið boðaður.

„Þegar ríkið var búið að gera sitt fyrsta júlí og síðan kom fjármagnstekjurnar 1. ágúst og þá koma allt í einu lífeyrissjóðirnir núna í október. Þannig að það leggjast allir á eitt að ráðast á þessi breiðu bök öryrkja eins og maður myndi ætla að væri," segir Ögmundur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×