Innlent

Tekist á um formennsku í ÖBÍ

Halldór Sævar Guðbergsson gefur ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku.
Halldór Sævar Guðbergsson gefur ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku.
Tveir menn takast á um formannsembættið í Öryrkjabandalagi Íslands á aðalfundi sem hófst á Grand hóteli Reykjavík klukkan hálftíu í morgun. Þetta eru þeir Guðmundur Magnússon og Sigursteinn R. Másson.

Guðmundur er fulltrúi SEM - samtaka endurhæfðra mænuskaddaðra í stjórn Öryrkjabandalagsins og núverandi varaformaður þess, en Sigursteinn er formaður Geðhjálpar og fyrrverandi formaður Öryrkjabandalagsins. Félags- og tryggingamálaráðherra, Árni Páll Árnason, er þessa stundina að ávarpa fundinn en áætlað er að formannskjörið fari fram um eittleytið.

Núverandi formaður Öryrkjabandalagsins, Halldór Sævar Guðbergsson gefur ekki kost á sér af persónulegum ástæðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×