Bóndinn sem hafnaði veginum fær 35 milljóna bætur 24. október 2009 18:48 Bóndinn við Kópasker, sem hafnaði því að Hófaskarðsleið færi í gegnum land sitt, hefur fengið 35 milljónir króna í bætur frá Vegagerðinni. Nágrannar saka hann um einstrengingshátt en sjálfur neitar bóndinn að ræða málið. Íbúar á norðausturhorni landsins segja það hneyksli að ekki sé unnt að opna nær fullbúinn veg.Þetta snýst um þrjátíu kílómetra veg í stað Öxarfjarðarheiðar til að koma byggðum beggja megin Melrakkasléttu í betra vegarsamband um Hólaheiði og Hófaskarð en þaðan er magnað útsýni yfir Kollavík og til Langaness. Kostnaður slagar hátt í milljarð króna en það er hins vegar ekki unnt að opna veginn þar sem Vegagerðin hefur ekki fengið leyfi til að leggja síðasta kaflann. Þarna endar vegurinn skyndilega og það vantar bara 1700 metra yfir þennan móa, um land bóndans á Brekku, Boga Ingimundarsonar, sem stóð harður á móti.Verktakinn Héraðsverk er að pakka saman og þar segjast menn gáttaðir. Gísli Guðnason verkstjóri segir menn orðlausa. Þetta sé sorglegt, miðað við það sem er búið og þennan litla spotta sem eftir er, að geta ekki opnað þetta.Íbúar nærliggjandi byggða eru óhressir. Sveitarstjóri Langanesbyggðar, Gunnólfur Lárusson, segir þetta skandal, að ekki sé unnt að opna þennan fína veg þegar aðeins 1.500 metrar séu eftir.Margir vilja skella skuldinni á bóndann á Brekku en sjálfur vill Bogi ekki ræða málið, segir dóm Hæstaréttar tala sínu máli, en þar var hafnað kröfu Vegagerðarinnar um að taka land hans eignarnámi. Vegagerðin hefur í framhaldinu neyðst til að greiða honum 35 milljónir króna í bætur fyrir rask, efnistöku og fyrir land sem hann á ofar í heiðinni, sem vegurinn var lagður um. Gula línan sýnir hvernig síðasti kaflinn átti að liggja um land Brekku en Hæstiréttur taldi eignarnámið ekki nauðsynlegt enda hefði Vegagerðin tilgreint annan valkost, bláu línuna, um ríkisjörðina Katastaði.Í millitíðinni bættist hins vegar enn eitt klúðrið við; landbúnaðarráðuneytið seldi Katastaði, og nýi eigandinn, Sigurður Árnason, sagði líka þvert nei, vegurinn færi ekki í gegn hjá sér. Það hefði að hans mati eyðilagt jörðina.En hvað finnst honum um afstöðu nágranna síns, Brekkubóndans? Einstrengingsleg, svarar Sigurður. Þar sé ekki verið að hafa samfélagið að leiðarljósi, né nágrannana.Sveitarstjórnarfulltrúinn Jón Grímsson segir að menn séu daprir yfir því hvernig farið sé með opinbert fé. Hann hefði aldrei trúað því að hægt væri að koma hlutunum í svona stöðu. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa leysi ráðherravesen Flokks Fólksins Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Sjá meira
Bóndinn við Kópasker, sem hafnaði því að Hófaskarðsleið færi í gegnum land sitt, hefur fengið 35 milljónir króna í bætur frá Vegagerðinni. Nágrannar saka hann um einstrengingshátt en sjálfur neitar bóndinn að ræða málið. Íbúar á norðausturhorni landsins segja það hneyksli að ekki sé unnt að opna nær fullbúinn veg.Þetta snýst um þrjátíu kílómetra veg í stað Öxarfjarðarheiðar til að koma byggðum beggja megin Melrakkasléttu í betra vegarsamband um Hólaheiði og Hófaskarð en þaðan er magnað útsýni yfir Kollavík og til Langaness. Kostnaður slagar hátt í milljarð króna en það er hins vegar ekki unnt að opna veginn þar sem Vegagerðin hefur ekki fengið leyfi til að leggja síðasta kaflann. Þarna endar vegurinn skyndilega og það vantar bara 1700 metra yfir þennan móa, um land bóndans á Brekku, Boga Ingimundarsonar, sem stóð harður á móti.Verktakinn Héraðsverk er að pakka saman og þar segjast menn gáttaðir. Gísli Guðnason verkstjóri segir menn orðlausa. Þetta sé sorglegt, miðað við það sem er búið og þennan litla spotta sem eftir er, að geta ekki opnað þetta.Íbúar nærliggjandi byggða eru óhressir. Sveitarstjóri Langanesbyggðar, Gunnólfur Lárusson, segir þetta skandal, að ekki sé unnt að opna þennan fína veg þegar aðeins 1.500 metrar séu eftir.Margir vilja skella skuldinni á bóndann á Brekku en sjálfur vill Bogi ekki ræða málið, segir dóm Hæstaréttar tala sínu máli, en þar var hafnað kröfu Vegagerðarinnar um að taka land hans eignarnámi. Vegagerðin hefur í framhaldinu neyðst til að greiða honum 35 milljónir króna í bætur fyrir rask, efnistöku og fyrir land sem hann á ofar í heiðinni, sem vegurinn var lagður um. Gula línan sýnir hvernig síðasti kaflinn átti að liggja um land Brekku en Hæstiréttur taldi eignarnámið ekki nauðsynlegt enda hefði Vegagerðin tilgreint annan valkost, bláu línuna, um ríkisjörðina Katastaði.Í millitíðinni bættist hins vegar enn eitt klúðrið við; landbúnaðarráðuneytið seldi Katastaði, og nýi eigandinn, Sigurður Árnason, sagði líka þvert nei, vegurinn færi ekki í gegn hjá sér. Það hefði að hans mati eyðilagt jörðina.En hvað finnst honum um afstöðu nágranna síns, Brekkubóndans? Einstrengingsleg, svarar Sigurður. Þar sé ekki verið að hafa samfélagið að leiðarljósi, né nágrannana.Sveitarstjórnarfulltrúinn Jón Grímsson segir að menn séu daprir yfir því hvernig farið sé með opinbert fé. Hann hefði aldrei trúað því að hægt væri að koma hlutunum í svona stöðu.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa leysi ráðherravesen Flokks Fólksins Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Sjá meira