Bóndinn sem hafnaði veginum fær 35 milljóna bætur 24. október 2009 18:48 Bóndinn við Kópasker, sem hafnaði því að Hófaskarðsleið færi í gegnum land sitt, hefur fengið 35 milljónir króna í bætur frá Vegagerðinni. Nágrannar saka hann um einstrengingshátt en sjálfur neitar bóndinn að ræða málið. Íbúar á norðausturhorni landsins segja það hneyksli að ekki sé unnt að opna nær fullbúinn veg.Þetta snýst um þrjátíu kílómetra veg í stað Öxarfjarðarheiðar til að koma byggðum beggja megin Melrakkasléttu í betra vegarsamband um Hólaheiði og Hófaskarð en þaðan er magnað útsýni yfir Kollavík og til Langaness. Kostnaður slagar hátt í milljarð króna en það er hins vegar ekki unnt að opna veginn þar sem Vegagerðin hefur ekki fengið leyfi til að leggja síðasta kaflann. Þarna endar vegurinn skyndilega og það vantar bara 1700 metra yfir þennan móa, um land bóndans á Brekku, Boga Ingimundarsonar, sem stóð harður á móti.Verktakinn Héraðsverk er að pakka saman og þar segjast menn gáttaðir. Gísli Guðnason verkstjóri segir menn orðlausa. Þetta sé sorglegt, miðað við það sem er búið og þennan litla spotta sem eftir er, að geta ekki opnað þetta.Íbúar nærliggjandi byggða eru óhressir. Sveitarstjóri Langanesbyggðar, Gunnólfur Lárusson, segir þetta skandal, að ekki sé unnt að opna þennan fína veg þegar aðeins 1.500 metrar séu eftir.Margir vilja skella skuldinni á bóndann á Brekku en sjálfur vill Bogi ekki ræða málið, segir dóm Hæstaréttar tala sínu máli, en þar var hafnað kröfu Vegagerðarinnar um að taka land hans eignarnámi. Vegagerðin hefur í framhaldinu neyðst til að greiða honum 35 milljónir króna í bætur fyrir rask, efnistöku og fyrir land sem hann á ofar í heiðinni, sem vegurinn var lagður um. Gula línan sýnir hvernig síðasti kaflinn átti að liggja um land Brekku en Hæstiréttur taldi eignarnámið ekki nauðsynlegt enda hefði Vegagerðin tilgreint annan valkost, bláu línuna, um ríkisjörðina Katastaði.Í millitíðinni bættist hins vegar enn eitt klúðrið við; landbúnaðarráðuneytið seldi Katastaði, og nýi eigandinn, Sigurður Árnason, sagði líka þvert nei, vegurinn færi ekki í gegn hjá sér. Það hefði að hans mati eyðilagt jörðina.En hvað finnst honum um afstöðu nágranna síns, Brekkubóndans? Einstrengingsleg, svarar Sigurður. Þar sé ekki verið að hafa samfélagið að leiðarljósi, né nágrannana.Sveitarstjórnarfulltrúinn Jón Grímsson segir að menn séu daprir yfir því hvernig farið sé með opinbert fé. Hann hefði aldrei trúað því að hægt væri að koma hlutunum í svona stöðu. Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Bóndinn við Kópasker, sem hafnaði því að Hófaskarðsleið færi í gegnum land sitt, hefur fengið 35 milljónir króna í bætur frá Vegagerðinni. Nágrannar saka hann um einstrengingshátt en sjálfur neitar bóndinn að ræða málið. Íbúar á norðausturhorni landsins segja það hneyksli að ekki sé unnt að opna nær fullbúinn veg.Þetta snýst um þrjátíu kílómetra veg í stað Öxarfjarðarheiðar til að koma byggðum beggja megin Melrakkasléttu í betra vegarsamband um Hólaheiði og Hófaskarð en þaðan er magnað útsýni yfir Kollavík og til Langaness. Kostnaður slagar hátt í milljarð króna en það er hins vegar ekki unnt að opna veginn þar sem Vegagerðin hefur ekki fengið leyfi til að leggja síðasta kaflann. Þarna endar vegurinn skyndilega og það vantar bara 1700 metra yfir þennan móa, um land bóndans á Brekku, Boga Ingimundarsonar, sem stóð harður á móti.Verktakinn Héraðsverk er að pakka saman og þar segjast menn gáttaðir. Gísli Guðnason verkstjóri segir menn orðlausa. Þetta sé sorglegt, miðað við það sem er búið og þennan litla spotta sem eftir er, að geta ekki opnað þetta.Íbúar nærliggjandi byggða eru óhressir. Sveitarstjóri Langanesbyggðar, Gunnólfur Lárusson, segir þetta skandal, að ekki sé unnt að opna þennan fína veg þegar aðeins 1.500 metrar séu eftir.Margir vilja skella skuldinni á bóndann á Brekku en sjálfur vill Bogi ekki ræða málið, segir dóm Hæstaréttar tala sínu máli, en þar var hafnað kröfu Vegagerðarinnar um að taka land hans eignarnámi. Vegagerðin hefur í framhaldinu neyðst til að greiða honum 35 milljónir króna í bætur fyrir rask, efnistöku og fyrir land sem hann á ofar í heiðinni, sem vegurinn var lagður um. Gula línan sýnir hvernig síðasti kaflinn átti að liggja um land Brekku en Hæstiréttur taldi eignarnámið ekki nauðsynlegt enda hefði Vegagerðin tilgreint annan valkost, bláu línuna, um ríkisjörðina Katastaði.Í millitíðinni bættist hins vegar enn eitt klúðrið við; landbúnaðarráðuneytið seldi Katastaði, og nýi eigandinn, Sigurður Árnason, sagði líka þvert nei, vegurinn færi ekki í gegn hjá sér. Það hefði að hans mati eyðilagt jörðina.En hvað finnst honum um afstöðu nágranna síns, Brekkubóndans? Einstrengingsleg, svarar Sigurður. Þar sé ekki verið að hafa samfélagið að leiðarljósi, né nágrannana.Sveitarstjórnarfulltrúinn Jón Grímsson segir að menn séu daprir yfir því hvernig farið sé með opinbert fé. Hann hefði aldrei trúað því að hægt væri að koma hlutunum í svona stöðu.
Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira