Innlent

Villa fella ályktun ríkisstjórnar

ásmundur einar daðason
ásmundur einar daðason

„Við erum að glíma við gríðarstór verkefni, endurreisn fjármálakerfisins, skuldir heimila og fyrirtækja og þar fram eftir götunum, og það er mín skoðun að aðildarumsókn að Evrópusambandinu tengist ekki þeirri vegferð,“ segir Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri grænna. Í þinginu í gær hvatti Ásmundur til þess að þingsályktunartillaga ríkisstjórnarinnar um aðildarumsókn að Evrópusambandinu yrði felld.

„Það sem hefur týnst í umræðunni er tími og vinna embættismannakerfisins og kostnaður við aðildarumsókn. Maður spyr sig hvað væri hægt að halda mörgum hjúkrunarrýmum opnum fyrir þann kostnað,“ segir Ásmundur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×