Innlent

Höldum okkur á hægri um helgina

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Bíll við bíl
Bíll við bíl Mynd/Stefán

Mikil umferðarteppa skapaðist á Suðurlandsvegi um síðustu helgi, sem leiddi til þess að langar bílaraðir mynduðust. Teppan skapaðist helst þar sem tvær akreinar verða að einni við lok 2+1 kaflans á veginum, að því er kemur fram í tilkynningu frá Umferðarstofu.

Til að minnka hættu á að það endurtaki sig um næstu helgi og næstu helgar vill Umferðarstofa í samráði við Vegagerðina og lögreglu hvetja ökumenn til að aka á hægri akreininni, þar sem með því móti skapast ekki teppa eins og raun bar vitni bæði á austurleið á föstudag og á vesturleið á sunnudag.

Líklegt er að það greiði fyrir umferð og auki líka öryggi, þar sem leið neyðar- og björgunarbíla ætti að verða greiðari. Rétt er að hafa í huga að þetta á eingöngu við þegar umferð er óvenju mikil.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×