Össur: Sjálfstæðismenn eru skræfur 2. júlí 2009 13:20 Össur Skarphéðinsson og Bjarni Benediktsson tókust á í umræðum um ríkisábyrgð vegna Icesave á Alþingi í dag. Mynd/GVA „Sjálfstæðismenn eru slíkar skræfur að þeir þola ekki að aðkoma þeirra að málinu sé rifjuð upp," sagði utanríkisráðherra í umræðum um ríkisábyrgð vegna Ícesave-samkomulagið á Alþingi í dag. Rök ráðherrans í málinu er samfelldur brandari, að mati formanns Sjálfstæðisflokksins. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, mælti fyrr í dag fyrir frumvarpi um ríkisábyrgð á lántöku tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta vegna Icesave-samkomulagsins. Í framhaldinu tókust stjórnarliðar og þingmenn stjórnarandstöðunnar á um ríkisábyrgðina og voru margir þeirra heldur stóryrtir.Íslandsmet í hröðum flótta frá eigin orðum Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, sagði Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, hafa sett Íslandsmet í hröðum flótta frá eigin orðum og eigin ábyrgð í málinu og rifjaði upp ræðu Bjarna frá 5. desember þegar viðræður við bresk og hollensk yfirvöld voru til umræðu. Össur sagði að Árni Mathiesen, þáverandi fjármálaráðherra, hefði lagt fram drög að samningi sem hefði verið mun verri en sá sem nýverið var undirritaður. Komið hefði verið í veg fyrir að staðfestingu þess samnings. „Það var jafnframt sami fjármálaráðherra sem féllst á það með samþykki þáverandi formanns Sjálfstæðisflokksins að fallast á bindandi gerðardóm án þess að bera það undir nokkurn mann í ríkisstjórninni. Þannig starfaði Sjálfstæðisflokkurinn á þessum tíma og læt ég liggja á milli hluta ábyrgð hans 18 árin þar á undan," sagði ráðherrann.Samfelldur brandari Bjarni sagði ræðu Össurar vera samfelldur brandari. „Það var Árni Mathiesen sem gerði þetta. Það var Geir Haarde sem gerði þetta. Ég sat í ríkisstjórn. Ég vissi ekki neitt." Einu rök Össurar væru þau að einstaka ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafi verið búnir að skuldbinda íslensku þjóðina. Að lokum sagði Bjarni: „Við eigum ekki að láta kúga okkur til samninga sem við viljum ekki og getum ekki staðið við." Líklegt er að umræður um frumvarpið muni standa langt fram á kvöld en á þriðja tug þingmanna bíða þess að taka til máls. Umræður hefjast á nýjan leik eftir fundarhlé klukkan hálf tvö. Tengdar fréttir Steingrímur: Samkomulagið hluti af herkostnaðinum „Þetta er hluti af herkostnaðinum sem við sitjum uppi með," sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, um ríkisábyrgð vegna Icesave-samkomulagsins á Alþingi í dag. Ráðherrann sagði skítt að Íslendingar sitji uppi með afleiðingar andvaraleysis stjórnvalda undanfarinna ára. Þá fullyrti Steingrímur að milljarðarnir sem fengust fyrir Landsbankann þegar hann var einkavæddur á sínum tími hafi verið þeir dýrustu í sögu Íslands. 2. júlí 2009 11:49 Atli Gíslason: Kannski betra að lýsa yfir þjóðargjaldþroti Geti Íslendingar ekki staðið undir erlendum skuldbindingum blasir við þjóðargjaldþrot. Þetta er mat stjórnarþingmannsins Atla Gíslasonar. Hann segist ekki munu samþykkja Icesave samninginn reynist það rétt að erlendar skuldir nemi 250 prósentum af landsframleiðslu. 2. júlí 2009 12:13 Icesave á dagskrá þingsins í dag Alþingi kemur til með að taka fyrstu umræðu um ríkisábyrgð á lántöku tryggingarsjóðs innistæðueigenda á þingfundi klukkan 10:30 í dag. Fer þar fram umræða um það hvort þingið „samþykki" Icesave samninginn. 2. júlí 2009 09:14 Vildu fresta umræðu um Icesave Pétur H. Blöndal og Birgir Ármansson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, fóru fram á það við Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, í dag að öllum umræðum um Icesave-samkomulagið yrði fram frestað fram yfir helgi. Hún varð ekki við þeirri bón. 2. júlí 2009 11:37 Ráðherra hugnast þjóðaratkvæði um Icesave Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, segist vel geta sætt sig við að kosið verði um Icesave-samkomulagið í þjóðaratkvæðagreiðslu. 2. júlí 2009 11:07 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Sjá meira
„Sjálfstæðismenn eru slíkar skræfur að þeir þola ekki að aðkoma þeirra að málinu sé rifjuð upp," sagði utanríkisráðherra í umræðum um ríkisábyrgð vegna Ícesave-samkomulagið á Alþingi í dag. Rök ráðherrans í málinu er samfelldur brandari, að mati formanns Sjálfstæðisflokksins. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, mælti fyrr í dag fyrir frumvarpi um ríkisábyrgð á lántöku tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta vegna Icesave-samkomulagsins. Í framhaldinu tókust stjórnarliðar og þingmenn stjórnarandstöðunnar á um ríkisábyrgðina og voru margir þeirra heldur stóryrtir.Íslandsmet í hröðum flótta frá eigin orðum Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, sagði Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, hafa sett Íslandsmet í hröðum flótta frá eigin orðum og eigin ábyrgð í málinu og rifjaði upp ræðu Bjarna frá 5. desember þegar viðræður við bresk og hollensk yfirvöld voru til umræðu. Össur sagði að Árni Mathiesen, þáverandi fjármálaráðherra, hefði lagt fram drög að samningi sem hefði verið mun verri en sá sem nýverið var undirritaður. Komið hefði verið í veg fyrir að staðfestingu þess samnings. „Það var jafnframt sami fjármálaráðherra sem féllst á það með samþykki þáverandi formanns Sjálfstæðisflokksins að fallast á bindandi gerðardóm án þess að bera það undir nokkurn mann í ríkisstjórninni. Þannig starfaði Sjálfstæðisflokkurinn á þessum tíma og læt ég liggja á milli hluta ábyrgð hans 18 árin þar á undan," sagði ráðherrann.Samfelldur brandari Bjarni sagði ræðu Össurar vera samfelldur brandari. „Það var Árni Mathiesen sem gerði þetta. Það var Geir Haarde sem gerði þetta. Ég sat í ríkisstjórn. Ég vissi ekki neitt." Einu rök Össurar væru þau að einstaka ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafi verið búnir að skuldbinda íslensku þjóðina. Að lokum sagði Bjarni: „Við eigum ekki að láta kúga okkur til samninga sem við viljum ekki og getum ekki staðið við." Líklegt er að umræður um frumvarpið muni standa langt fram á kvöld en á þriðja tug þingmanna bíða þess að taka til máls. Umræður hefjast á nýjan leik eftir fundarhlé klukkan hálf tvö.
Tengdar fréttir Steingrímur: Samkomulagið hluti af herkostnaðinum „Þetta er hluti af herkostnaðinum sem við sitjum uppi með," sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, um ríkisábyrgð vegna Icesave-samkomulagsins á Alþingi í dag. Ráðherrann sagði skítt að Íslendingar sitji uppi með afleiðingar andvaraleysis stjórnvalda undanfarinna ára. Þá fullyrti Steingrímur að milljarðarnir sem fengust fyrir Landsbankann þegar hann var einkavæddur á sínum tími hafi verið þeir dýrustu í sögu Íslands. 2. júlí 2009 11:49 Atli Gíslason: Kannski betra að lýsa yfir þjóðargjaldþroti Geti Íslendingar ekki staðið undir erlendum skuldbindingum blasir við þjóðargjaldþrot. Þetta er mat stjórnarþingmannsins Atla Gíslasonar. Hann segist ekki munu samþykkja Icesave samninginn reynist það rétt að erlendar skuldir nemi 250 prósentum af landsframleiðslu. 2. júlí 2009 12:13 Icesave á dagskrá þingsins í dag Alþingi kemur til með að taka fyrstu umræðu um ríkisábyrgð á lántöku tryggingarsjóðs innistæðueigenda á þingfundi klukkan 10:30 í dag. Fer þar fram umræða um það hvort þingið „samþykki" Icesave samninginn. 2. júlí 2009 09:14 Vildu fresta umræðu um Icesave Pétur H. Blöndal og Birgir Ármansson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, fóru fram á það við Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, í dag að öllum umræðum um Icesave-samkomulagið yrði fram frestað fram yfir helgi. Hún varð ekki við þeirri bón. 2. júlí 2009 11:37 Ráðherra hugnast þjóðaratkvæði um Icesave Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, segist vel geta sætt sig við að kosið verði um Icesave-samkomulagið í þjóðaratkvæðagreiðslu. 2. júlí 2009 11:07 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Sjá meira
Steingrímur: Samkomulagið hluti af herkostnaðinum „Þetta er hluti af herkostnaðinum sem við sitjum uppi með," sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, um ríkisábyrgð vegna Icesave-samkomulagsins á Alþingi í dag. Ráðherrann sagði skítt að Íslendingar sitji uppi með afleiðingar andvaraleysis stjórnvalda undanfarinna ára. Þá fullyrti Steingrímur að milljarðarnir sem fengust fyrir Landsbankann þegar hann var einkavæddur á sínum tími hafi verið þeir dýrustu í sögu Íslands. 2. júlí 2009 11:49
Atli Gíslason: Kannski betra að lýsa yfir þjóðargjaldþroti Geti Íslendingar ekki staðið undir erlendum skuldbindingum blasir við þjóðargjaldþrot. Þetta er mat stjórnarþingmannsins Atla Gíslasonar. Hann segist ekki munu samþykkja Icesave samninginn reynist það rétt að erlendar skuldir nemi 250 prósentum af landsframleiðslu. 2. júlí 2009 12:13
Icesave á dagskrá þingsins í dag Alþingi kemur til með að taka fyrstu umræðu um ríkisábyrgð á lántöku tryggingarsjóðs innistæðueigenda á þingfundi klukkan 10:30 í dag. Fer þar fram umræða um það hvort þingið „samþykki" Icesave samninginn. 2. júlí 2009 09:14
Vildu fresta umræðu um Icesave Pétur H. Blöndal og Birgir Ármansson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, fóru fram á það við Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, í dag að öllum umræðum um Icesave-samkomulagið yrði fram frestað fram yfir helgi. Hún varð ekki við þeirri bón. 2. júlí 2009 11:37
Ráðherra hugnast þjóðaratkvæði um Icesave Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, segist vel geta sætt sig við að kosið verði um Icesave-samkomulagið í þjóðaratkvæðagreiðslu. 2. júlí 2009 11:07