Innlent

Vildu fresta umræðu um Icesave

Mynd/Anton Brink
Pétur H. Blöndal og Birgir Ármansson, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, fóru fram á það við Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, í dag að öllum umræðum um Icesave-samkomulagið yrði fram frestað fram yfir helgi. Hún varð ekki við þeirri bón.

Pétur sagði óhugsandi fyrir þingmenn að hafa ná náð að kynna sér öll þau fylgi- og leyniskjöl sem fylgdu frumvarpi um ríkisábyrgð vegna samkomulagsins. Þau væru allt að 70 talsins og mörg skjalanna væru á ensku og vörðuðu enskan rétt. Hann fór því fram á að málið yrði tekið af dagskrá þingsins.

Ásta Ragnheiður varð ekki við þeirri ósk og í framhaldinu flutti Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, framsögu sína um ríkisábyrgðina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×