Erlent

IKEA endurgreiðir alla dúnvöru

IKEA í Svíþjóð hefur ákveðið að bjóða viðskiptavinum um allan heim að skila dúnvörum sem þeir hafa keypt í búðum keðjunnar gegn endurgreiðslu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá IKEA í Svíþjóð. Þar segir að fyrirtækið geti ekki lengur fullyrt að dúnn í vörum þeirra sé ekki af lifandi fuglum.

Sænsk sjónvarpsstöð sýndi fyrir viku myndir frá búgarði í Ungverjalandi þar sem gæsir voru plokkaðar lifandi og var það tengt norrænum fyrirtækjum. IKEA í Svíþjóð fullyrti þá að dúnn og fiður í vörum þeirra kæmi ekki af lifandi dýrum en segir nú að ekki sé lengur hægt að fullyrða um slíkt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×