Íslenski boltinn

Heimir: Vorum alls ekki lakari aðilinn í leiknum

Valur Smári Heimisson skrifar

„Fyrri hálfleikur var fínn af okkar hálfu, við komum inn í hálfleik með eins marks verðskundaða forystu. Það var svo bara 20 - 25 mínútna kafli í seinni hálfleik þar sem við bara töpuðum leiknum. Menn voru bara með hangandi haus og við fengum því á okkur þessi þrjú mörk.

En eftir það komum við til, skoruðum þarna mark og vorum bara líklegir til að jafna en það bara kom ekki, því miður," sagði Heimir Hallgrímsson þjálfari ÍBV í leikslok eftir 2-3 tap gegn Fylki í Pepsi-deild karla í dag.

„Við komum í leikinn til að vinna en eins og ég segi þá klúðruðum við því bara á 25 mínútna kafla í seinni hálfleik," sagði Heimir en var ágætlega þó sáttur með spilamennsku sinna manna í heildina litið og telur ÍBV ekki hafa verið lakari aðilann í leiknum.

„Jájá, við vorum að spila fínan bolta, við vorum alls ekkert lakari aðilinn í leiknum. Fylkir er bara hörku sterkt lið, er nú í 2. sæti með KR en við sýndum það alveg að við erum ekkert verri en þeir. Ég hefði bara viljað vinna síðasta heimaleikinn, það finnst mér mest svekkjandi að hafa tapað honum," sagði Heimir að lokum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×