Eva mun lítið nýtast við rannsókn á bankahruninu Sigríður Mogensen skrifar 15. apríl 2009 18:30 Eva Joly hefur einungis setið tvo fundi með embætti sérstaks saksóknara og mun væntanlega lítið nýtast við beina rannsókn og saksókn á bankahruninu. Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður gagnrýndi ráðningu Joly harðlega í grein í Morgunblaðinu í morgun. Fleiri lögfræðingar tóku undir orð Brynjars í samtali við fréttastofu í dag, svo sem Sigurður Líndal og Björg Thorarensen, um að yfirlýsingar sem þessar, séu óheppilegar á meðan mál eru í rannsókn. Sigurður Líndal, lagaprófessor, sagði meðal annars að ekki væri útilokað að málið eyðileggist vegna yfirlýsinga hennar. Samkvæmt heimildum fréttastofu úr embættismannakerfinu hefur Eva Joly einungis setið tvo fundi með embætti sérstaks saksóknara en samningur hennar tók formlega gildi 1. apríl. Þá er hún ekki komin með nein málsgögn í hendurnar sem varðar rannsóknina eða einstök atriði hennar. Heimildamaður fréttastofu sagði að hún myndi væntanlega lítið nýtast við rannsóknina sem slíka. Ráðningasamningur hennar lýtur einungis að almennri ráðgjöf, fyrst og fremst aðstoð við gerð réttarbeiðna og samskipti við erlenda aðila. Hún hefur ekki, og mun væntanlega ekki koma beint að rannsókn einstakra mála. Sami heimildamaður segir að yfirlýsingar Evu Joly geri það að verkum að hún muni ekki getað starfað að rannsókninni með beinum hætti. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, sagði í samtali við fréttastofu að Eva Joly sé ráðgjafi við embættið. Samkvæmt samingi eigi hún að leiðbeina um gagnkvæma réttaraðstoð erlendis, benda á sérfræðinga erlendis og gera tillögur um samhæfingu rannsóknarþátta. Innan þessa ramma sé ekki gert ráð fyrir að hún fjalli um einstök mál. Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra, sagðist í samtali við fréttastofu ekki geta tjáð sig um störf embættis sérstaks saksóknara og vildi því ekki svara þeirri gagnrýni sem fréttamaður bar undir hana um störf Evu Joly. Þegar ráðning Evu Joly var kynnt kom fram að kostnaður við störf hennar og fylgdarsveina gæti numið allt að 70 milljónum króna á ársgrundvelli, til samanburðar má nefna að heildarframlög til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra nema um 120 milljónum. Samningurinn við Joly gerir ráð fyrir að hún starfi við rannsóknina fjóra daga í mánuði. Eva Joly mun vera væntanleg til landsins á næstu dögum til þess að kynna sér stöðu mála. Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Eva Joly hefur einungis setið tvo fundi með embætti sérstaks saksóknara og mun væntanlega lítið nýtast við beina rannsókn og saksókn á bankahruninu. Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður gagnrýndi ráðningu Joly harðlega í grein í Morgunblaðinu í morgun. Fleiri lögfræðingar tóku undir orð Brynjars í samtali við fréttastofu í dag, svo sem Sigurður Líndal og Björg Thorarensen, um að yfirlýsingar sem þessar, séu óheppilegar á meðan mál eru í rannsókn. Sigurður Líndal, lagaprófessor, sagði meðal annars að ekki væri útilokað að málið eyðileggist vegna yfirlýsinga hennar. Samkvæmt heimildum fréttastofu úr embættismannakerfinu hefur Eva Joly einungis setið tvo fundi með embætti sérstaks saksóknara en samningur hennar tók formlega gildi 1. apríl. Þá er hún ekki komin með nein málsgögn í hendurnar sem varðar rannsóknina eða einstök atriði hennar. Heimildamaður fréttastofu sagði að hún myndi væntanlega lítið nýtast við rannsóknina sem slíka. Ráðningasamningur hennar lýtur einungis að almennri ráðgjöf, fyrst og fremst aðstoð við gerð réttarbeiðna og samskipti við erlenda aðila. Hún hefur ekki, og mun væntanlega ekki koma beint að rannsókn einstakra mála. Sami heimildamaður segir að yfirlýsingar Evu Joly geri það að verkum að hún muni ekki getað starfað að rannsókninni með beinum hætti. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, sagði í samtali við fréttastofu að Eva Joly sé ráðgjafi við embættið. Samkvæmt samingi eigi hún að leiðbeina um gagnkvæma réttaraðstoð erlendis, benda á sérfræðinga erlendis og gera tillögur um samhæfingu rannsóknarþátta. Innan þessa ramma sé ekki gert ráð fyrir að hún fjalli um einstök mál. Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra, sagðist í samtali við fréttastofu ekki geta tjáð sig um störf embættis sérstaks saksóknara og vildi því ekki svara þeirri gagnrýni sem fréttamaður bar undir hana um störf Evu Joly. Þegar ráðning Evu Joly var kynnt kom fram að kostnaður við störf hennar og fylgdarsveina gæti numið allt að 70 milljónum króna á ársgrundvelli, til samanburðar má nefna að heildarframlög til efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra nema um 120 milljónum. Samningurinn við Joly gerir ráð fyrir að hún starfi við rannsóknina fjóra daga í mánuði. Eva Joly mun vera væntanleg til landsins á næstu dögum til þess að kynna sér stöðu mála.
Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?