Erlent

Flest símtöl til 112 í Danmörku skakkt númer

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
MYND/ESB.is

Þrjú af hverjum fjórum símtölum til neyðarlínunnar í Danmörku eru byggð á misskilningi. Þar í landi er ætlast til þess að fólk hringi í númerið 114 til að fá samband við lögreglu, og til dæmis tilkynna um stolið hjól, en 112 sé það í verulegum nauðum statt, enda um neyðarlínu að ræða.

Þetta tilkynnti lögreglan á Norður-Sjálandi fjölmiðlum í gær. Almenningur áttar sig þó illa á muninum á þessu tvennu eins og tölfræði desembermánaðar ber með sér en þá hringdu tæplega 9.400 manns í 112. Af þeim hefðu rúmlega 7.000 réttilega átt að hringja í 114.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×