Innlent

Voðaskot í Rússlandi: Beðið eftir viðbrögðum

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Astrakahn í suðvesturhluta Rússlands.
Astrakahn í suðvesturhluta Rússlands.

Ekki er búið að taka skýrslu af 17 ára íslenskri stúlku sem varð tvítugum pilti að bana í borginni Astrakahn í Rússlandi í október. Guðrún Sesselja Arnardóttir, lögfræðingur stúlkunnar, segir að beðið sé eftir viðbrögðum rússneskra yfirvalda sem hefur verið gert ljóst að stúlkan sé reiðbúin að svara spurningum varðandi málið.

Stúlkan dvaldi sem skiptinemi hjá fjölskyldu í Astrakahn sem er í suðvesturhluta Rússlands. Það var síðan 10. október í fyrra sem voðaskot hljóp úr skammbyssu sem stúlkan hélt á. Skotið hafnaði í höfði tvítugs pilts sem bjó á heimilinu sem var fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést af sárum sínum fjórum dögum síðar.

Sendiráð Íslands í Moskvu aðstoðaði stúlkuna við að komast heim að beiðni foreldra hennar og kom hún til landsins 16. október.






Tengdar fréttir

Voðaskotið í Rússlandi: Líklega réttað yfir stúlkunni hér á landi

Rússneskir fjölmiðlar fjalla um mál íslensku stúlkunnar sem var skiptinemi í borginni Astrakhan í Rússlandi og varð ungum pilti að bana fyrr í mánuðinum. Stúlkan sem nú er stödd á Íslandi er sögð eiga yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsisdóm verði hún sótt til saka í landinu. Líklegra þykir þó að mál hennar verði rekið fyrir íslenskum dómstólum.

Voðaskotið í Rússlandi: Íslenska stúlkan kom til Íslands í gær

„Við getum staðfest það að 17 ára íslensk stúlka sem var skiptinemi í bænum Astrakahn í Rússlandi varð fyrir því að eiga aðild að því sem samkvæmt okkar heimildum er slysaskot. Það olli því að tvítugur piltur lést af völdum skotsársins á sjúkrahúsi," segir Pétur Ásgeirsson skrifstofustjóri hjá Utanríkisráðuneytinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×