Fótbolti

Ísland mætir Færeyjum í Kórnum í mars

Liðið sem mætti Hollendingum ytra í fyrra
Liðið sem mætti Hollendingum ytra í fyrra NordicPhotos/GettyImages

Knattspyrnusamband Íslands hefur tilkynnt að íslenska landsliðið muni spila æfingaleik við Færeyinga í Kórnum í Kópavogi þann 22. mars nk.

Liðin áttust einmitt við í Kórnum þann 16. mars á síðasta ári og þar höfðu Íslendingar betur 3-0.

Jónas Guðni Sævarsson og Tryggvi Guðmundsson skoruðu mörk íslenska liðsins og það þriðja var sjálfsmark. Þetta var fyrsti leikur A-landsliðsins innanhúss.

Fyrsti leikur A-landsliðsins á árinu er æfingaleikur við Liechtenstein þann 11. febrúar.

Þann 1. apríl er fyrsti leikur ársins í undankeppni HM 2010 þegar liðið sækir Skota heim. Þann 6. júní tekur liðið svo á móti Hollendingum á Laugardalsvelli.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×