Enski boltinn

Fjölda leikja frestað á Englandi vegna veðurs

Guðjón og félgara hafa mátt sætta sig við frestun leikja af og til undanfarið
Guðjón og félgara hafa mátt sætta sig við frestun leikja af og til undanfarið NordicPhotos/GettyImages

Vetrartíðin á Englandi hefur verið sú harðasta á Englandi í áratugi og í dag er búið að fresta fjölda leikja í neðri deildunum þar í landi.

Leikjum Barnsley-Crystal Palace, Charlton-Cardiff og Watford-Southampton hefur verið frestað í B-deildinni og fjölda leikja í C-deildinni -þar á meðal útileik Guðjóns Þórðarsonar og félaga í Crewe gegn MK Dons.

Tæplega 30 sentimetra snjólag var á vellinum hjá MK Dons við skoðun í gær, en þrátt fyrir að það hefði verið hreinsað af, þótti ráðlegt að fresta leiknum af öryggisástæðum.

Sömu sögu er að segja um ensku D-deildina og utandeildina og þá hefur tveimur leikjum verið frestað í fimmtu umferð skoska bikarsins - leikjum Aberdeen og East Fife og Airdie-Dunfermilne.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×