Erlent

Bretum gengur illa að loka hryðjuverkasíðu

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Breskum yfirvöldum hefur enn ekki tekist að loka heimasíðu, þar sem hryðjuverkamenn birta áróður sinn, þrátt fyrir að þáverandi forsætisráðherra, Tony Blair, hafi upphaflega óskað eftir því að síðunni yrði lokað árið 2005.

Samkvæmt breskum lögum eiga yfirvöld að geta lokað vefsvæðum, sem tengjast hryðjuverkamönnum, á ekki lengri tíma en sem nemur tveimur virkum dögum. Þetta hefur þó ekki gengið sem skyldi þrátt fyrir að síðan sé vistuð hjá breskri netveitu og nú spyrja þingmenn hverju þetta sæti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×