Grínast með hugmyndina um 20% niðurfellingu skulda 20. mars 2009 11:03 Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra og Tryggvi Þór Herbertsson, fyrrum efnahagsráðgjafi forsætisráðherra og núverandi frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, skýtur föstum skotum að Tryggva Þór Herbertssyni, fyrrum efnahagsráðgjafa og núverandi frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins, í grein í Morgunblaðinu í dag. Gylfi gerir grín af hugmyndinni um 20% niðurfellingu skulda í dæmisögu um þá Tryggva, Þór og Herbert sem eiga í viðskiptum. Bæði Framsóknarflokkurinn og Tryggvi Þór hafa talað fyrir því að 20% skulda einstaklinga verði felldar niður. ,,Tryggvi og Þór skulda hvor um sig Herberti 10 milljónir. Tryggvi er vel stæður, með góðar tekjur og á ekki í neinum vandræðum með að standa í skilum. Þór er hins vegar afar illa stæður og fyrirséð að hann mun ekki geta greitt neitt af láni sínu. Það er því ljóst að af þeim 20 milljónum sem þeir félagar skulda samanlagt munu einungis 10 milljónir innheimtast. Herbert veit þetta vel, enda keypti hann skuldabréf þeirra Tryggva og Þórs á hálfu nafnverði, vitandi að helmingur skuldarinnar væri tapaður," segir í dæmisögu Gylfa. Því næst berst fyrirskipun frá stjórnvöldum um að afskrifa skuli 20% allra skulda. ,,Því fagnar Tryggvi, enda fær hann þá tvær milljónir gefnar frá Herberti, sem hann þó hafði enga þörf fyrir. Hann fer að velta því fyrir sér hvort hann ætti frekar að kaupa sér vélsleða eða mótorhjól." Gylfi segir að Þór láti sér aftur á móti fátt um finnast enda sé hann í jafnslæmum málum hvort sem hann skuldar átta eða 10 milljónir sem hann getu ekki greitt. Vandi hans sé áfram óleystur. ,,Nú hefur hins vegar bæst við vandi Herberts, sem hefur tapað tveimur milljónum. Hann klórar sér í hausnum yfir því, enda skilur hann ekki hvernig hann á að nota tapaða kröfu á Þór til að finna tvær milljónir til að gefa Tryggva." Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, skýtur föstum skotum að Tryggva Þór Herbertssyni, fyrrum efnahagsráðgjafa og núverandi frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins, í grein í Morgunblaðinu í dag. Gylfi gerir grín af hugmyndinni um 20% niðurfellingu skulda í dæmisögu um þá Tryggva, Þór og Herbert sem eiga í viðskiptum. Bæði Framsóknarflokkurinn og Tryggvi Þór hafa talað fyrir því að 20% skulda einstaklinga verði felldar niður. ,,Tryggvi og Þór skulda hvor um sig Herberti 10 milljónir. Tryggvi er vel stæður, með góðar tekjur og á ekki í neinum vandræðum með að standa í skilum. Þór er hins vegar afar illa stæður og fyrirséð að hann mun ekki geta greitt neitt af láni sínu. Það er því ljóst að af þeim 20 milljónum sem þeir félagar skulda samanlagt munu einungis 10 milljónir innheimtast. Herbert veit þetta vel, enda keypti hann skuldabréf þeirra Tryggva og Þórs á hálfu nafnverði, vitandi að helmingur skuldarinnar væri tapaður," segir í dæmisögu Gylfa. Því næst berst fyrirskipun frá stjórnvöldum um að afskrifa skuli 20% allra skulda. ,,Því fagnar Tryggvi, enda fær hann þá tvær milljónir gefnar frá Herberti, sem hann þó hafði enga þörf fyrir. Hann fer að velta því fyrir sér hvort hann ætti frekar að kaupa sér vélsleða eða mótorhjól." Gylfi segir að Þór láti sér aftur á móti fátt um finnast enda sé hann í jafnslæmum málum hvort sem hann skuldar átta eða 10 milljónir sem hann getu ekki greitt. Vandi hans sé áfram óleystur. ,,Nú hefur hins vegar bæst við vandi Herberts, sem hefur tapað tveimur milljónum. Hann klórar sér í hausnum yfir því, enda skilur hann ekki hvernig hann á að nota tapaða kröfu á Þór til að finna tvær milljónir til að gefa Tryggva."
Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira