Innlent

Á 132 km hraða á Gullinbrú

Nokkuð bar á hraðakstri á höfuðborgarsvæðinu í gær og voru allnokkrir ökumenn teknir fyrir þær sakir. Að sögn lögreglu var grófasta brotið framið á Gullinbrú í Grafarvogi á móts við bensínstöð Olís en þar mældist bíll 18 ára pilts á 132 km hraða. Fleiri piltar á líku reki voru staðnir að hraðakstri í gær en það voru líka eldri og reyndari ökumenn.

Þá var rúmlega fimmtugur karl tekinn í Ártúnsbrekkunni en hann ók bíl sínum á 114 km hraða. Að lokum nefnir lögregla að að karl á fertugsaldri hafi verið stöðvaður á Reykjanesbraut í Garðabæ. Bíll hans mældist á 128 km hraða en viðkomandi er síbrotamaður í umferðinni og hafði þegar verið sviptur ökuleyfi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×