Tap í fyrsta leik á EM Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. ágúst 2009 16:00 Sara Björk Gunnarsdóttir í baráttu við Camilla Abily í leiknum í kvöld. Nordic Photos / AFP Ísland náði ekki að fylgja eftir góðri byrjun í leiknum gegn Frökkum á EM í knattspyrnu í dag og tapaði að lokum, 3-1. Það var rafmögnuð spenna á vellinum þegar leikurinn hófst enda Ísland að leika sinn fyrsta A-landsleik í úrslitakeppni stórmóts í knattspyrnu. Leikmenn virtust klárir í slaginn og ekki liðu nema rúmar fimm mínútur þar til fyrsta markið leit dagsins ljós. Sóknin var glæsileg. Þóra Helgadóttir markvörður byrjaði með því að koma boltanum fljótt í leik á Katrínu Jónsdóttur sem gaf góða sendingu á Dóru Maríu Lárusdóttur á hægri kantinum. Hún var fljót að átta sig á því að Margrét Lára Viðarsdóttir var komin í langt hlaup upp kantinn og framlengdi boltann áfram. Margrét Lára gaf sér góðan tíma til að tímasetja sendinguna fyrir markið og var hún glæsileg. Boltinn sveif yfir franska markvörðinn og rataði beint á kollinn á Hólmfríði Magnúsdóttur sem skoraði í autt markið. Glæsilegt mark eftir frábæra sókn hjá íslenska liðinu. Frakkar reyndu hvað þeir gátu að svara fyrir sig en varð lítið ágengt. Ísland stóð af sér pressuna og Frakkar virtust bæði óöryggir í vörninni auk þess sem þeim gekk ekkert að skapa sér hættuleg færi. En á sautjándu mínútu leiksins breyttist allt. Guðrún Sóley Gunnarsdóttir var dæmd brotleg fyrir viðskipti sinn við franska landsliðsfyrirliðann Sandrine Soubeyrand þó svo að hún hafi fyrst og fremst sparkað í boltann. Umdeildur vítaspyrnudómur og skoraði Camille Abily örugglega úr vítinu. Stuttu síðar komust Frakkar í stórhættulegt færi en Þóra náði að verja glæsilega í markinu. Eftir þetta gerðist ekki mikið í fyrri hálfleik, nema að tveir leikmenn Frakka þurftu að fara alblóðugir af velli eftir slæm höfuðhögg. Í fyrra skiptið skullu tveir Frakkar saman en í það síðara Candie Herbert og Guðrún Sóley. Sú fyrrnefnda virtist nokkuð illa slösuð og var umsvifalaust skipt af velli. Rússneski dómarinn var áfram í aðalhlutverki í upphafi síðari hálfleiks. Fyrst dæmdi hún aukaspyrnu á íslenska liðið á hættulegum stað fyrir litlar sakir og svo dæmdi hún Frökkum annað víti. Í þetta sinn þótti Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir gerast brotleg en aftur fyrir afar litlar sakir. Sonia Bompastor skoraði örugglega úr vítinu. En þrátt fyrir allt mótlætið neituðu Íslendingar að gefast upp og fóru nú að vera meira með boltann. Illa gekk þó að skapa almennilega hættu við mark Frakkanna sem hreinlega pökkuðu í vörn. En á 67. mínútu kom rothöggið. Louisa Necib átti fínt skot að marki utan vítateigs sem Þóra virtist ætla að ná að verja. Hún náði hins vegar ekki að klófesta boltann almennilega og boltinn rúllaði yfir marklínuna. Tæpum tíu mínútum síðar fékk íslenska liðið þó smá vonarglætu eftir að víti var dæmt á Frakka fyrir brot á Dóru Maríu Lárusdóttur. Nú, hins vegar, var enginn vafi á um að víti var að ræða enda mótmæltu þær frönsku dómnum ekki neitt. Margrét Lára tók vítið en lét verja frá sér. Enn eitt áfallið fyrir íslenska liðið staðreynd. Þó svo að Ísland hafi verið meira með boltann það sem eftir lifði leiks áttu Frakkar eitt hættulegt færi enn. Þóra varði hinis vegar vel frá sóknarmanni Frakka sem var í góðri stöðu. Margrét Lára var í tvígang nálægt því að ógna marki Frakka en allt kom fyrir ekki og niðurstaðan svekkjandi 3-1 jafntefli.Tölfræði leiksins:Ísland - Frakkland 1-3 1-0 Hólmfríður Magnúsdóttir (6.) 1-1 Camille Abily, víti (18.) 1-2 Sonia Bompastor, víti (53.) 1-3 Lousa Necib (67.)Skot (á mark): 7-17 (3-12)Varin skot: Þóra 9 - Bouhaddi 2Horn: 4-2Aukaspyrnur fengnar: 6-14Rangstöður: 2-0 Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins og má lesa lýsinguna hér: Ísland - Frakkland. Mest lesið Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Glódís með á æfingu Sport Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Fleiri fréttir Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Sjá meira
Ísland náði ekki að fylgja eftir góðri byrjun í leiknum gegn Frökkum á EM í knattspyrnu í dag og tapaði að lokum, 3-1. Það var rafmögnuð spenna á vellinum þegar leikurinn hófst enda Ísland að leika sinn fyrsta A-landsleik í úrslitakeppni stórmóts í knattspyrnu. Leikmenn virtust klárir í slaginn og ekki liðu nema rúmar fimm mínútur þar til fyrsta markið leit dagsins ljós. Sóknin var glæsileg. Þóra Helgadóttir markvörður byrjaði með því að koma boltanum fljótt í leik á Katrínu Jónsdóttur sem gaf góða sendingu á Dóru Maríu Lárusdóttur á hægri kantinum. Hún var fljót að átta sig á því að Margrét Lára Viðarsdóttir var komin í langt hlaup upp kantinn og framlengdi boltann áfram. Margrét Lára gaf sér góðan tíma til að tímasetja sendinguna fyrir markið og var hún glæsileg. Boltinn sveif yfir franska markvörðinn og rataði beint á kollinn á Hólmfríði Magnúsdóttur sem skoraði í autt markið. Glæsilegt mark eftir frábæra sókn hjá íslenska liðinu. Frakkar reyndu hvað þeir gátu að svara fyrir sig en varð lítið ágengt. Ísland stóð af sér pressuna og Frakkar virtust bæði óöryggir í vörninni auk þess sem þeim gekk ekkert að skapa sér hættuleg færi. En á sautjándu mínútu leiksins breyttist allt. Guðrún Sóley Gunnarsdóttir var dæmd brotleg fyrir viðskipti sinn við franska landsliðsfyrirliðann Sandrine Soubeyrand þó svo að hún hafi fyrst og fremst sparkað í boltann. Umdeildur vítaspyrnudómur og skoraði Camille Abily örugglega úr vítinu. Stuttu síðar komust Frakkar í stórhættulegt færi en Þóra náði að verja glæsilega í markinu. Eftir þetta gerðist ekki mikið í fyrri hálfleik, nema að tveir leikmenn Frakka þurftu að fara alblóðugir af velli eftir slæm höfuðhögg. Í fyrra skiptið skullu tveir Frakkar saman en í það síðara Candie Herbert og Guðrún Sóley. Sú fyrrnefnda virtist nokkuð illa slösuð og var umsvifalaust skipt af velli. Rússneski dómarinn var áfram í aðalhlutverki í upphafi síðari hálfleiks. Fyrst dæmdi hún aukaspyrnu á íslenska liðið á hættulegum stað fyrir litlar sakir og svo dæmdi hún Frökkum annað víti. Í þetta sinn þótti Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir gerast brotleg en aftur fyrir afar litlar sakir. Sonia Bompastor skoraði örugglega úr vítinu. En þrátt fyrir allt mótlætið neituðu Íslendingar að gefast upp og fóru nú að vera meira með boltann. Illa gekk þó að skapa almennilega hættu við mark Frakkanna sem hreinlega pökkuðu í vörn. En á 67. mínútu kom rothöggið. Louisa Necib átti fínt skot að marki utan vítateigs sem Þóra virtist ætla að ná að verja. Hún náði hins vegar ekki að klófesta boltann almennilega og boltinn rúllaði yfir marklínuna. Tæpum tíu mínútum síðar fékk íslenska liðið þó smá vonarglætu eftir að víti var dæmt á Frakka fyrir brot á Dóru Maríu Lárusdóttur. Nú, hins vegar, var enginn vafi á um að víti var að ræða enda mótmæltu þær frönsku dómnum ekki neitt. Margrét Lára tók vítið en lét verja frá sér. Enn eitt áfallið fyrir íslenska liðið staðreynd. Þó svo að Ísland hafi verið meira með boltann það sem eftir lifði leiks áttu Frakkar eitt hættulegt færi enn. Þóra varði hinis vegar vel frá sóknarmanni Frakka sem var í góðri stöðu. Margrét Lára var í tvígang nálægt því að ógna marki Frakka en allt kom fyrir ekki og niðurstaðan svekkjandi 3-1 jafntefli.Tölfræði leiksins:Ísland - Frakkland 1-3 1-0 Hólmfríður Magnúsdóttir (6.) 1-1 Camille Abily, víti (18.) 1-2 Sonia Bompastor, víti (53.) 1-3 Lousa Necib (67.)Skot (á mark): 7-17 (3-12)Varin skot: Þóra 9 - Bouhaddi 2Horn: 4-2Aukaspyrnur fengnar: 6-14Rangstöður: 2-0 Leiknum var lýst beint á Boltavakt Vísis og Fréttablaðsins og má lesa lýsinguna hér: Ísland - Frakkland.
Mest lesið Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Glódís með á æfingu Sport Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Fleiri fréttir Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja „Fullkomið kvöld“ þegar Chelsea fór áfram í undanúrslit HM Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Sjá meira