„Ég geri allt fyrir dóttur mína,“ segir móðir annarrar stúlkunnar Gunnar Örn Jónsson skrifar 21. júlí 2009 20:57 Móðir annarrar stúlkunnar sem handtekin var í Englandi og er fædd árið 1990, segir í samtali við fréttastofu að dóttir sín hafi ekki fengið þá aðstoð sem hún hafi þurft hjá Barnaverndaryfirvöldum. Stúlkan er harður fíkniefnaneytandi en móðirin segist gera allt sem í hennar valdi stendur til að aðstoða dóttur sína. Eins og komið hefur fram á Vísi og í fréttum Stöðvar 2, hafa tvær íslenskar stúlkur verið handteknar á Englandi en þær eru grunaðar um innbrot í Lundúnaborg. „Stúlkurnar voru týndar í fjóra daga, í upphafi taldi Alþjóðalögreglan að þeim hefði verið rænt þar sem þær hurfu sporlaust. Annað kom hins vegar á daginn. Ég horfi ekki framhjá staðreyndum, dóttir mín hefur verið í mikilli neyslu um árabil og ég hef gert allt sem í mínu valdi stendur til að aðstoða barnið mitt," segir móðir stúlkunnar. Móðirin frétti fyrst á miðvikudagskvöldið í siðustu viku að stúlkurnar væru fundnar og þeim hefði ekki verið rænt, eins og Alþjóðalögreglan taldi. Í byrjun maí fór dóttir konunnar til Englands og sagðist hún hafa fengið vinnu á hóteli þar í landi. Móðirin hefur ekkert fengið að heyra í dóttur sinni síðan hún var handtekin. Að sögn móðurinnar geta fangar einungis hringt úr fangelsinu en ekki móttekið símtöl. „Þetta mál er allt saman í vinnslu en á morgun eða á fimmtudag á ég von á því að heyra meira um málið. Mér þykir þetta alveg skelfilegt, þetta er nú einu sinni barnið manns sem maður vill aðstoða af öllu hjarta," segir móðirin. Stúlkan sem um ræðir er harður fíkniefnaneytandi, en hún á langan afbrotaferil að baki hér á landi. Móðirin hefur reynt allt hvað hún getur til að aðstoða dóttur sína síðan hún var þrettán til fjórtán ára gömul, en telur að dóttir sín hafi ekki fengið þá aðstoð sem henni bar. Móðirin gefur Barnaverndaryfirvöldum ekki háa einkunn. „Ég hef ætíð viljað gera allt sem í mínu valdi stendur til að aðstoða barnið mitt. Ég lít ekki framhjá því að dóttir mín er fíkniefnaneytandi, en hún þarf utanaðkomandi aðstoð. Í þau skipti sem ég hef haft samband við Barnaverndaryfirvöld, er mér einfaldlega tjáð að það sé mjög mikið að gera hjá þeim og þau séu með fleiri með vandamál á sinni könnu," segir móðirin að lokum. Tengdar fréttir Íslenskar stúlkur handteknar í Englandi Tvær íslenskar stúlkur, 18 og 19 ára gamlar voru handteknar í Northampton í Englandi á miðvikudag eftir að leitað hafði verið að þeim í fjóra daga. Faðir annarrar stúlkunnar hafði haft samband við lögregluna og óskað þess að þeirra væri leitað og lýst yfir áhyggjum sínum af öryggi þeirra. 17. júlí 2009 11:55 Eru góðkunnar lögreglunni Tvær íslenskar stúlkur, 18 og 19 ára gamlar, voru handteknar í Northampton í Englandi á fimmtudag eftir fjögurra daga alþjóðaleit. Faðir annarrar þeirra hafði hringt í lögregluna á Englandi og sagt að þær væru líklega á þessu svæði. 18. júlí 2009 05:00 Íslensku stúlkurnar á Englandi beittu skotvopni Tvær íslenskar stúlkur sem handteknar voru á Englandi í síðustu viku eru grunaðar um að hafa beitt skotvopni við innbrot í Lundúnaborg. Þær hafa verið úrskurðar í gæsluvarðhald, en þeirra bíður ekki minna en 18 mánaða fangelsi verði þær sakfelldar. 21. júlí 2009 19:07 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Sjá meira
Móðir annarrar stúlkunnar sem handtekin var í Englandi og er fædd árið 1990, segir í samtali við fréttastofu að dóttir sín hafi ekki fengið þá aðstoð sem hún hafi þurft hjá Barnaverndaryfirvöldum. Stúlkan er harður fíkniefnaneytandi en móðirin segist gera allt sem í hennar valdi stendur til að aðstoða dóttur sína. Eins og komið hefur fram á Vísi og í fréttum Stöðvar 2, hafa tvær íslenskar stúlkur verið handteknar á Englandi en þær eru grunaðar um innbrot í Lundúnaborg. „Stúlkurnar voru týndar í fjóra daga, í upphafi taldi Alþjóðalögreglan að þeim hefði verið rænt þar sem þær hurfu sporlaust. Annað kom hins vegar á daginn. Ég horfi ekki framhjá staðreyndum, dóttir mín hefur verið í mikilli neyslu um árabil og ég hef gert allt sem í mínu valdi stendur til að aðstoða barnið mitt," segir móðir stúlkunnar. Móðirin frétti fyrst á miðvikudagskvöldið í siðustu viku að stúlkurnar væru fundnar og þeim hefði ekki verið rænt, eins og Alþjóðalögreglan taldi. Í byrjun maí fór dóttir konunnar til Englands og sagðist hún hafa fengið vinnu á hóteli þar í landi. Móðirin hefur ekkert fengið að heyra í dóttur sinni síðan hún var handtekin. Að sögn móðurinnar geta fangar einungis hringt úr fangelsinu en ekki móttekið símtöl. „Þetta mál er allt saman í vinnslu en á morgun eða á fimmtudag á ég von á því að heyra meira um málið. Mér þykir þetta alveg skelfilegt, þetta er nú einu sinni barnið manns sem maður vill aðstoða af öllu hjarta," segir móðirin. Stúlkan sem um ræðir er harður fíkniefnaneytandi, en hún á langan afbrotaferil að baki hér á landi. Móðirin hefur reynt allt hvað hún getur til að aðstoða dóttur sína síðan hún var þrettán til fjórtán ára gömul, en telur að dóttir sín hafi ekki fengið þá aðstoð sem henni bar. Móðirin gefur Barnaverndaryfirvöldum ekki háa einkunn. „Ég hef ætíð viljað gera allt sem í mínu valdi stendur til að aðstoða barnið mitt. Ég lít ekki framhjá því að dóttir mín er fíkniefnaneytandi, en hún þarf utanaðkomandi aðstoð. Í þau skipti sem ég hef haft samband við Barnaverndaryfirvöld, er mér einfaldlega tjáð að það sé mjög mikið að gera hjá þeim og þau séu með fleiri með vandamál á sinni könnu," segir móðirin að lokum.
Tengdar fréttir Íslenskar stúlkur handteknar í Englandi Tvær íslenskar stúlkur, 18 og 19 ára gamlar voru handteknar í Northampton í Englandi á miðvikudag eftir að leitað hafði verið að þeim í fjóra daga. Faðir annarrar stúlkunnar hafði haft samband við lögregluna og óskað þess að þeirra væri leitað og lýst yfir áhyggjum sínum af öryggi þeirra. 17. júlí 2009 11:55 Eru góðkunnar lögreglunni Tvær íslenskar stúlkur, 18 og 19 ára gamlar, voru handteknar í Northampton í Englandi á fimmtudag eftir fjögurra daga alþjóðaleit. Faðir annarrar þeirra hafði hringt í lögregluna á Englandi og sagt að þær væru líklega á þessu svæði. 18. júlí 2009 05:00 Íslensku stúlkurnar á Englandi beittu skotvopni Tvær íslenskar stúlkur sem handteknar voru á Englandi í síðustu viku eru grunaðar um að hafa beitt skotvopni við innbrot í Lundúnaborg. Þær hafa verið úrskurðar í gæsluvarðhald, en þeirra bíður ekki minna en 18 mánaða fangelsi verði þær sakfelldar. 21. júlí 2009 19:07 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Sjá meira
Íslenskar stúlkur handteknar í Englandi Tvær íslenskar stúlkur, 18 og 19 ára gamlar voru handteknar í Northampton í Englandi á miðvikudag eftir að leitað hafði verið að þeim í fjóra daga. Faðir annarrar stúlkunnar hafði haft samband við lögregluna og óskað þess að þeirra væri leitað og lýst yfir áhyggjum sínum af öryggi þeirra. 17. júlí 2009 11:55
Eru góðkunnar lögreglunni Tvær íslenskar stúlkur, 18 og 19 ára gamlar, voru handteknar í Northampton í Englandi á fimmtudag eftir fjögurra daga alþjóðaleit. Faðir annarrar þeirra hafði hringt í lögregluna á Englandi og sagt að þær væru líklega á þessu svæði. 18. júlí 2009 05:00
Íslensku stúlkurnar á Englandi beittu skotvopni Tvær íslenskar stúlkur sem handteknar voru á Englandi í síðustu viku eru grunaðar um að hafa beitt skotvopni við innbrot í Lundúnaborg. Þær hafa verið úrskurðar í gæsluvarðhald, en þeirra bíður ekki minna en 18 mánaða fangelsi verði þær sakfelldar. 21. júlí 2009 19:07
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“