Innlent

Íslensku stúlkurnar á Englandi beittu skotvopni

Andri Ólafsson skrifar
Tvær íslenskar stúlkur sem handteknar voru á Englandi í síðustu viku eru grunaðar um að hafa beitt skotvopni við innbrot í Lundúnaborg. Þær hafa verið úrskurðar í gæsluvarðhald, en þeirra bíður ekki minna en 18 mánaða fangelsi verði þær sakfelldar.

Greint var frá máli stúlknana í fréttum fyrir helgi. Þær voru handteknar í Northampton, skammt norður af London á fimmtudaginn síðasta en þá hafði breska lögreglan leitað þeirra víða.

Sú leit hófst eftir innbrot sem framið var í London þann 31. maí. Á föstudag voru þær leiddar fyrir undirrétt og þeim birtar ákærur. Samkvæmt þeim var skotvopn notað við innbrotið en þungar refsingar eru við slíkum brotum í Bretlandi.

Stúlkurnar voru úrskurðaðar í gæsluvarðhald til 17. september en þá verður mál þeirra tekið fyrir á hærra dómsstigi. Þangað til munu stúlkurnar sitja í Holloway kvennafangelsinu í London. Ekki hefur verið lögð fram krafa um að þær verði látnar lausar gegn tryggingu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×